Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 115
109
andi kennurum verða á að andvarpa oftar en um sinn:
»Aumt er það, hvað illa kembir æska vor í fötin sín«.
En víst er það stundum af misskilningi sprottið. Ekki
höfum við kennarar það Heimdallarhljóð, að við heyr-
um til hlítar, hvernig gróðurinn vex í brjóstum ungs
fólks. Það er margt í baráttu þess og þroska, sem' við
verðum harla lítt varir við, og því verða dómar okkar
líka að meira eða minna leyti rangir. En svo mikið get
eg sagt um ykkur, sem verið hafið í eldri deild í vetur
og nú kveðjið skólann að fullu, að í starfi hvers ykkar
hef eg eitthvað fundið, sem gefur m’ér góðar vonir um
ykkur síðar. Með sérstakri ánægju mun eg minnast
eins ykkar, sem í fyrra var í röð þeirra, sem erfiðast
var að gera sér vonir um þá, en í vetur hefur komist í
röð þeirra fremstu og haldið þó þeim sérstæða svip, er
hann hafði frá upphafi. Það er ef til vill hugðnæmasta
æfintýrið, sem enn hefur gerst í þessum skóla. En mörg
slik æfintýri eiga vonandi eftir að gerast.
Mér er skylt að bera nám ykkar mest fyrir brjósti.
En þegar stundir líða fram, er eg viss um, að mér verð-
ur þessi vetur minnisstæðastur fyrir það, hversu vel
mér hefur hjá ykkur liðið. Það skal ykkur sagt að skiln-
aði, að þetta er ánægjulegasti veturinn, sem eg hef lif-
að. Þetta er þó ekki af því, að þið hafið staðið mér nær
en aðrir nemendur mínir. Líkega á eg minni ítök í ykk-
ur yfirleitt, en verið hefur um hvern þann hóp nem-
enda, sem verið hefur hjá mér áður. Þetta hefur m’ér a.
m. k. stundum fundist, og fyrir því má finna ýmsar
skiljanlegar ástæður: Þetta hef eg haft stærstan nem-
endahóp yfir að líta, þið hafið víðar átt athvarf en þeir
nemendur, sem fyr hafa verið hjá mér, og svo verður
aldursmunur minn og nemendanna meiri með hverju
árinu sem líður. Samt megið þið vera viss um það, að
þessi yfirlýsing mín er ekki sprottin upp úr hrifningu