Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 78
72
hrif, að hann fyrirgæfi þeim, sem yfir honum vildu
ráða.
Þótt Kolbeinn sé göfuglyndur og góður, þá tekst
honum ekki, að búa þannig saman við Guðmund, að
þeir færist nær hvor öðrum. Með ónærgætnu ráðríki
sínu, sem líklega hefur verið gert í góðu skyni, gert til
þess að sjá fjárhag kirkjunnar og Guðmundar borgið,
gerir Kolbeinn hann að mesta andstæðingi sínum, svo
að jafnvel þegar hann réttir höndina yfir djúpið til
Guðmundar og vill, að þeir sættist, þá snýr Guðmundur
baki að honum.
Samkvæmt landslögum var kosning Guðmundar ó-
lögleg, því að hún átti að fara fram á alþingi, og átti
þar biskupi'nn og lögrétta eingöngu að ráða biskups-
kjöri. Guðmundur sendi því Sigurð Ormsson, sem hann
hafði ráðið til sín sem fjárráðamann stólsins á næsta
vori, — með bréf til Páls biskups í Skálholti. i því
kvaðst hann hafa játast undir meiri vanda, en hann sé
fær um að bera og átelur sig fyrir að hafa ekki áður
sótt ráð til biskups eða fengið samþykki hans, og segist
feginn vilja upp gefa og frá fara, ef hann vilji kjósa
einhvern annan í sinn stað. En biður hann að segja
fljótt álit sitt um kosninguna og hvort hann vilji kjósa
sig til biskups eða einhvern annán.
Páll biskup skrifaði þá Sæmundi bróður sínum í
Odda, og bað hann að ráða úr þessum vanda með sér
og vildi, að hann réði mestu þar um. Sæmundur vildi
leiða þetta hjá sér en áleit, að óvíst væri, hvert sá fynd-
ist, er ekki mætti eitthvað finna að, en Guðmundur væri
lofaður af mörgum og vel til biskups fallinn »sakir
gæsku, siðvendni og hreinlífis, er mestu varðar, og er
líklegt að það sé guðs vilji«, sagði hann. Réði hann Páli