Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 136
130
alþýðlegir fræðimenn um þjóðleg efni vilja eiga þar
dvöl öðru hvoru og geta þá bæði veitt og þegið.
En jafnframt þessu hefur það orðið ljóst við þá
reynslu, sem þegar er fengin, að skólinn þarf að geta
veitt nemendum sínum í eldri deild f jölbreyttari kenslu.
Eins og sjá má af skólaskýrslunni, tóku 9 nemendur í
eldri deild íslensk fræði sem aðalnám, 6 smíði og 6
sauma. i raun réttri var naumast um annað að velja
sem aðalnám en þetta þrent. Kenslan í öðrum náms-
greinum nær svo skamt, að enn er lítill styrkur í henni
fyrir þá, er þær vilja stunda sem aðalnám, og svo vant-
ar þar víðast bókakost eða önnur söfn. Og um náttúru-
fræðina, sem annars væri mjög vel til þess fallin að
vera aðalnám, er skorturinn á náttúrugripasafni mjög
tilfinnanlegur.
Annars hefur það komið glögt í ljós, að þegar íslensk-
um fræðum sleppir, þá stefna hugir nemenda einkum
að verklegu námi, búnaðarnámi og íþróttum. Það hafa
fleiri viljað gera smíði að aðalnámi en fengið geta, af
því að smíðakenslunni er ætlað alt of lítið húsrúm. En
sumir smíðanemar hafa hinsvegar sótst eftir smíða-
námi, af því að þeir áttu ekki kost á öðru verklegu námi
eða búnaðarnámi. 3 nemendur hafa farið úr yngri
deildinni að Hvanneyri til búnaðarnáms, og 2 nemend-
ur aðrir hafa horfið að garðræktarnámi, annar í
Reykjavík, hinn á Akureyri. En miklu fleiri mundu
hafa horfið að búnaðarnámi, ef einhver aðstaða væri
til þess á Laugum. Það er hvorttveggja, að skólinn þarf
að komast í eðlilegra samband við búnaðarskólana en
orðið er, og nemendur þurfa að geta átt kost á, að gera
jarðrækt að aðalnámsgrein á Laugum og jafnvel fleiri
greinar hagkvæms búnaðarnáms, er þeir ættu þá að
stunda bæði vetur og sumar. Frá náttúrunnar hendi eru
ágæt skilyrði til garðræktar og túnræktar. Og í sauð-