Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 79
73
til þess að kjósa Guðmund og bað hann, að taka ekki þá
ábyrgð af Norðlendingum. »Einhlítir gjörðust þeir um
kjör sitt, og beri þeir nú ábyrgð fyrir hve verður«.
Þegar Páll fékk bréfið, þá sendi hann orð Þorvaldi
Gissurarsyni, Halli og Magnúsi bróður hans og Sigurði
Ormssyni, og áttu þeir fund með sér. Skírði biskup þá
frá því, að hann hefði ákveðið að kjósa Guðmund til
biskups, og bundu þeir það fastmælum með sér.
Síðan fór Sigurður með bréf frá Páli norður til Guð-
mundar, þar sem Páll sagði, að hann væri »fastlega
kosinn til biskups, að guðs og manna lögum«.
Bréfin sýna, að samband ríkis og kirkju er enn fast
og traust, því að Páll ber kosningu Guðmundar upp
fyrir mestu veraldlega höfðingja sunnanlands, áður en
hann afræður nokkuð.
Vorið 1202, 15. júlí, á mánudag, sigldi svo Guðmund-
ur utan til vígslu og var vígður til biskups af Eiríki
erkibiskupi 16. október sama sumar í Krists kirkju í
Niðarósi. Dvaldist hann þann vetur í Noregi og var oft
í boði hjá erkibiskupi. »Oftlega töluðu þeir erkibiskup
um, hversu kristinn réttur héldist á fslandi og sýndist
þeim einn veg báðum, að of mikinn yfirgang þyldi heil-
ög kirkja og guðs kennimenn af veraldlegum höfðingj-
um«. (Biskupasögur I.). Það er áreiðanlegt, að erkibisk-
up hefur ekki sparað að brýna fyrir Guðmundi nauðsyn
þess, að krkjan hér á landi losaði sig undan yfirráðum
veraldlegra höfðingja, og lagt ríkt á við hann, að vægja
í engu fyrir þeim. Það var heldur ekki undarlegt. Katól-
ska kirkjan hafði í öllum löndum náð miklum völdum,
og þá átti hún líka öflugan og harðsnúinn foringja, þar
sem Innocentsíus páfi 3. var, því að með honum' nær
vald páfadómsins hámarki sínu. — Þessi drotnunaralda