Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 98
92
að Axel átti alla sína framtíð undir atorku sinni og
heilsu. Síðan var hann í læknisumsjá í tvö ár, en að
þeim tíma liðnum hafði svo rætst úr fyrir honum, að
hann gat gengið stutta áfanga við staf. Sl. vetur var
hann hér í skólanum sem óreglulegur nemandi, með-
fram til þess að vita, hvort hann gæti ekki lært að
synda, og hvort það gæti ekki styrkt hann. Sú tilraun
virðist hafa borið góðan árangur, þó að enn sé langt í
land með að hann nái fuliri heilsu. Axel hefur ort mikið
af kvæðum í veikindum sínum, og hafa örfá þeirra ver-
ið birt í tímaritum, en að mínu viti hafa þau ekki verið
valin af betri endanum, nema helst »Máttur« (Eimreið
1926). Um smákvæðin, sem hér eru birt, þá er »Kveðja«
tækifæriskvæði ort hér í skólanum í vor, en hin kvæðin
hef eg valið af því, að mér fanst eg skilja þau svo vel,
Axel eru nú allar leiðir lokaðar til að afla sér náms-
þroska af eigin ramleik, en grátlegt er, ef svo gott efni
þarf að fúna niður.
Kári er fæddur 23. júlí 1905 í Víðikeri í Bárðardal.
Hann var nemandi minn 1922—23 um leið og Axel og
tók um leið og hann próf upp í annan bekk Gagnfræða-
skóla Akureyrar. En um veturinn eftir fékk hann blóð-
spýting og varð að hætta námi. I fyrra vetur byrjaði
hann á námi í eldri deild skólans hérna, en þoldi ekki
námið og varð að fara suður að Vífilsstöðum, og hefur
dvalið þar síðan, en er nú við nokkra heilsu. Kvæðin,
sem hér eru, sendi hann Ársritinu til birtingar, en ort
hefur hann betri kvæði.
Völundur var nemandi minn á Breiðumýri 1921—22,
og svo var hann í eldri deild hér á Laugum s.l. vetur.
Honum er að því leyti ólíkt farið og hinum, að hann er
gagnhraustur piltur. En hann er yngstur þeirra, og í
Ijóðagerð er hann skemst kominn að ná þeim þroska,
sem hann getur náð. Þessvegna er það ef til vill rangt