Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 54
48
Það er fsland, sólareyjan, sem birtist þar fögur og
heillandi eins og draumlönd æskumannsins, og ósnortin
af mannahöndum.---------
Úr augum sjófarandans Ijómar heilög gleði, gleði þess
manns, sem sér bestu vonir sínar og óskir rætast, eftir
langa bið og miklar fórnir. Hann tekur það heilagasta
og dýrmætasta, sem hann á, og hefur flutt með sér frá
föðurlandi sínu, — öndvegissúlurnar með guðamyndun-
um, og kastar þeim fyrir borð. Guðirnir hans eiga að
ráða landnáminu. I trú og von á að gróðursetja ættina
í ókunnri mold.
Þannig sigldu forfeður okkar til landsins og festu hér
bygð.
Hverjum þeim, sem ryðja vildi burt steinunum,
leggja hönd á plóginn og sá, með trú á starf sitt, landið
og lífið, beið hér mikið og erfitt verk, en um leið göf-
ugt og gott. Hér var tækifæri til þess að skapa og
hjálpa því, sem gróandi var, til vaxtar og þroska.
Það er bjart yfir þessum tímum. Þrek og dugur,
sannleiksást og skyldurækni, trú og siðferðilegt þrek,
virðast flestir landnámsmennirnir hafa átt í ríkum
rnæli, þótt þar væri auðvitað »misjafn sauður í mörgu
fé«, eins og er enn þann dag í dag. Trú þeirra kendi
þeim að æðrast ekki og taka því með járnkaldri ró, sem
að höndumj bar. Um marga þeirra er sagt„ að þeir
kunnu ekki að hræðast, og því gátu þeir staðið styrkir
og öruggir, jafnvel þegar dauðinn spenti greipar um
háls þeirra. Því að alstaðar þar, sem óttinn festir ræt-
ur, þar er glötunin vís.
í skjóli hans þróast flestar lægstu og verstu hvatir
mannanna.
Það er liann, sem gerir menn að eiturslöngum, sem