Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 70
64
En liafi tilgang-urinn með þessu verið sá, að láta Guð-
mund sjá að sér, og hætta að gefa fátækum, þá varð
það til einskis. Og trúin á Guðmund, kraftaverk hans og
helga dóma fór vaxandi, því að alt virtist benda á, að
guð væri í verki með honum og blessaði störf hans.
Einhver fallegasta sagan, sem sögð er til að sýna,
hvað Guðmundur komst í náið samband við guð með
bænum sínum, er þegar Már Finnsson kom í kirkjuna,
þar sem Guðmundur var á bæn, og sá, að lítill fugl flaug
af öxl hans upp í loftið, og hvarf þar.
Mér finst þetta verá efni í fagurt málverk.
Eg sé Guðmund í anda, þar sem hann krýpur fyrir
framan altarið. Hann spennir greipar og horfir til him-
ins. Augun ljóma skær eins og stjörnur, andlitið er
fölt og bjart og svipurinn lýsir barnslegu trúnaðar-
trausti og eldlegum áhuga. Litli fuglinn ímynd hreinna
og einlægra bæna, sem lyftast á vængjum kærleika og
friðar upp að hásæti Drottins, flýgur af öxl hans og
líður upp í loftið á útbreiddum vængjunum.-------------
Það er beinlínis hægt að sjá það af frásögunni, að
þessi atburður hefur haft mikil áhrif á Má bónda, og
orðið til þess, að hann lagði meiri á'st á Guðmund en áð-
ur hafði verið. Og honum fanst öll framkoma hans ger-
ólík annara manna.
Eftir líkum að dæma hefur Guðmundur verið mjög
góður kennimaður, líklega með mælskustu og andrík-
ustu prestum á sínum tíma, og er glögt hægt að sjá það
á þeim frásögum, sem um hann eru, að hann hefur oft
haft mikil áhrif með orðum sínum og hrifið þá, sem á
hlýddu.
Einu sinni kom það fyrir, að vitur kona og skynsöm,
sem hlýddi á messu hjá Guðmundi einn hátíðisdag, »sá
J