Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 24
1S
finnur, hvernig hann hefur í raun og veru vaxið með
starfi sínu.
Ungi maðurinn á brúninni finnur til takmarkalauss
fagnaðar. Hann finnur, að hann er að lifa andrá endur-
fæðingarinnar, mestu stundina, sem hann hefur lifað.
Hann breiðir út faðminn móti sólinni, sem er að ganga
til viðar. Svo krýpur hann á kné í hljóðri bæn. Að and-
artaki liðnu hleypur hann upp hjarnfönnina fyrir ofan
brúnina sem æskumaður, er eignast hefur hugsjón til
að lifa fyrir. Og nú finnur hann í fyrsta sinn, hve mikl-
um öflum hann hefur yfir að ráða í sjálfum sér, og sú
tilfinning stælir sérhvern vöðva hans: hnefarnir eru
kreptir og hlaupið létt upp brekkuna. En jafnframt er
honum orðin ljós ábyrgðin, sem lífið hefur lagt honum
á herðar: að hann verður að kalla fram öll öfl, sem
honum hefur verið trúað fyrir og láta þau þroskast —
að hann verður að byrja á því, að nækta sjálfan sig, ef
hann á að verða ræktunarmaður landsins síns. Hann
hefur unnið sín hljóðu heit, og nú verðvr hann að halda
þau. Að öðrum kosti hefur hann svikið sjálfan sig,
landið sitt og guð. Þá verður andráin, sem hann stóð á
brúninni alt hans líf, hitt alt margra ára dauði. Hann
hefur þá aðeins séð sjálfan sig eins og í draumi — og
dáið. — Hann hægir sprettinn, en svipur hans stælist
enn meir. Hann hefur eignast trú bæði vonar og kvíða:
eg skal og eg verð.
Líkar stundir þessari hafa flestir fullþroskaðir menn
lifað: hlutverk lífs þeirra hefur blasað við þeim laðandi
og eggjandi á stund, sem er þeim heilög á meðan hún
er að líða og stundum alla æfi. »örlitla stund en stóra
stóð eg við sjávarmák, svo lýsir eitt skáldið því. örlítil
er stundin, af því að hún er fljót að líða. Stór er hún,
af því að þá blasir við svo mikið útsýni. Lífið hefur
fengið nýtt gildi, nýja auðlegð. Ungi maðurinn lifir