Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 123
117
Ludvig van Beethoven er fæddur í Bonn í Þýskalandi
árið 1770. Bernska hans er jafn ólík bernsku ham-
ingjubarnsins Mozarts, sem er nokkru eldri, og vetur
sólbjörtu vori. Þó leikur nokkur vafi á, ef litið er yfir
lífsstarf beggja, hvors kjör hafa verið þroskavænlegri.
í ljósi ástúðar þeirrar og aðdáunar, sem leikur um æsku
Mozarts, virðist honum lífið leikur einn. Meðan engan
skugga ber á, klífur hann brattann að tindi listarinnar
öruggur og fótviss. En þegar dimmviðri raunanna
skella yfir, verður sporið hikandi og áttin óviss. Beet-
hoven fékk aftur á móti snemma að kenna á hretunum.
Á bernskuheimili hans ríkti fátækt og eymd. Faðir hans
var að vísu gáfaður tónlistarmaður, en ódæll í skapi og
mjög vínhneigður. Móður sína misti Beethoven, meðan
hann var í bernsku, en frá henni fékk hann að erfðum
göfgi og festu í lund.
Það kom snemma í ljós, að Beethoven var gæddur ó-
venjulegum hljómlistarhæfileikum. Lét faðir hans
byrja að kenna honum að leika á píanó mjög ungum,
mest til þess að láta hann koma fram opinberlega og
græða á því fé. Tók Beethoven skjótum framförum í
listinni, og 10 vetra var hann tekinn að semja lög.
Fyrsti kennari hans var einn af drykkjubræðrum föður
hans, er oft kom heim með honum seint á kvöldin.
Vöktu þeir þá stundum Beethoven upp.af fasta svefni
og neyddu hann með höggum og skömmum, oft lítt
klæddan, að spila fyrir þá tímum saman. Drengurinn
var ofsafenginn og viðkvæmur, en hann lærði að bíta á
jaxlinn og bæla.grátinn. Hann bognaði ekki eða sljófg-
aðist við hörku föðursins, heldur kveykti hún í skapi
hans mótþróa og uppreisnarhug, en mótuðu mjög skap-
gerð hans. — Þar sem lítið var hirt um að kenna honum
annað en það, sem að hljómlist laut, átti hann margar
tómstundir. Þeirra naut hann best úti undir berum