Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 125
119
skipað þjóni sínuni að svara Beethoven fyr, ef þeir
hringdu samtímis. Það var slaghörpuleikur hans, sem
vakti undrun manna og aðdáun. Hann var þrunginn til-
finningaauðlegð, dýpt og viltum þrótti. List Beethovens
fékk menn til að gleyma þrjósku sjálfs hans og klaufa-
hætti, sem braut í bága við almennar venjur og gerði
honum illstætt á hálum gólfum höfðingjanna. Honum
fór þar eins og unghestinum, sem kemst í fyrsta sinn
í kynni við spora og tauma. En þrátt fyrir skort á upp-
eldi átti hann næma og glögga siðferðistilfinningu, og
þegar hann mætti spillingu stórborgarinnar, í hvaða
mynd sem hún birtist, kippist hann við eins og við
svipusnert. Fyrstu götudrósinni, sem ætlar að gera sér
dælt við hann, gefur hann ósvikinn löðrung. Þannig
reiðir hann upp höndina til höggs gegn öllu því, sem
honum er andstætt, hver sem í hlut á. Hann sér óheil-
indin gægjast upp úr glæstu yfirborði, og það vekur
tortryggni hans, og oft um of. Honum finst Vínarbúar
rótlausir og ótraustir til efnda. »Hér finst varla nokkur
maður, sem efnir orð sín«, segir hann. Hve litla virð-
ingu hann bar stundum fyrir tilfinningum áheyrenda
sinna, má ráða af því, að oft, er hann hafði spilað svo
að þeir sátu hrærðir, hló hann og gerði ískalt gys að
tárum þeirra. Hann fór í ofsa við vini sína af minstu
ástæðum, en sæi hann á eftir að sökin var hans megin,
játaði hann það hreinskilnislega og vildi bæta úr því.
Þessvegna eignaðist hann nokkra ágæta menn að vinum
og batt við þá fasta og einlæga trygð, enda þráði hann
samúð og hlýhug eins og barn. Þeir fundu, að þrátt
fyrir óslétt yfirborð var grunntónninn í skapi hans
ómur af björtu, skínandi stáli. »Næst listinni á eg dygð-
inni líf mitt að þakka,« segir hann í bréfi undir lok æfi
sinnar.
En Vín átti líka birtu handa Beethoven. í því sól-