Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 81
75
stefndi húskörlum hans skóggangsstefnu vegna þess,
að þeir höfðu samneyti við prestinn. Biskup varð svo
styggur við þetta, að hann bannfærði Kolbein. En vinir
þeirra gengu á milli og sættu þá, og fékk biskup að ráða
gerðinni um málið.
Það sama sumar hafði Guðmundur biskup í stórmæl-
um tvo aðra höfðingja, Sigurð Oimsson og Iiall Klepp-
járnsson fyrir það, að þeir höfðu tekið mann úr klaustri
til meiðinga og lífláts og kúgað fé af bónda einum. Þó
að menn samneyttu þeim ekki fyrst, kom þó svo, að
Kolbeinn og öll alþýða gerði það. Um veturinn bann-
færði því biskup Kolbein fyrir það, að hann samneytti
bannfærðum mönnum, og fyrir það, að hann hafði ekki
greitt nema helming þess fjár, sem hann átti að greiða
biskupi, samkvæmt sætt þeirra um mál Ásbjörns prests.
Kolbeinn fór til Hóla um vorið með 80 manna og
stefndi til Ilegranesþings skóggangsstefnum öllum
heimamönnum biskups. En Guðmundur og menn hans
voru á húsum uppi, og las biskup yfir þeim bannfær-
ingu á norræna tungu, svo að Kolbeinn og menn hans
gætu fyllilega skilið, hvað hann var að fara með.
En svo mikið vald hafði Kolbeinn þá yfir skapi sínu,
að ekki sló þar í bardaga, þótt nærri lægi. Og af vísun-
um, sem Kolbeinn yrkir þá, má sjá, að hann hefur verið
farinn að óttast, hvei'n enda þessar deilur fengju.
Þannig gekk um tíma í einlægum málaferlum og for-
boðum og bannfæringum á milli þeirra Kolbeins og
biskups, og áttu vinir þeirra fult í fangi með að sætta
þá. Á vorþingi 1208 sættust þeir þó að lokum með þeim
hætti, að öll mál skyldu vera undir dóm erkibiskups.
Það var ekki nema eðlilegt, að Guðmundur vildi þann
dóm, en þó varð ekkert af því, að erkibiskup dæmdi um
þetta mál.
Sættin stóð ekki lengi, annar klerkur varð þeim til