Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 137
131
fjárrækt hafa Þingeyingar þótt flestnm fremri, og
vafalaust mætti það með lagi verða skólanum vopn í
hendi síðar. En til þess, að nemendur geti átt kost á,
að taka búnaðarnám' sem aðalnám, þarf skólinn að fá
sérstakan kennara í þeim greinum, og ætti sá kennari
einnig að taka kenslu í almennri náttúrufræði að ein-
hverju leyti í sínar hendur, þar sem sú kensla er sjálf-
sögð undirstaða búnaðarnámsins. Og alla jarðrækt
skólans að sumrinu ætti sá kennari að sjálfsögðu að
hafa með höndum.
Þó að þetta mál bíði bráðrar úrlausnar, ríður ennþá
meira á hinu, að koma upp búnaðarkenslu fyrir konur
1 sambandi við skólann. Að vísu sér Laugaskóli fullkom-
lega jafn vel fyrir námsþörf stúlkna og pilta. Það er
hvorttveggja, að verklegu námi þeirra, saumunum, er
þannig farið, að engum hefur þurft að bægja frá vegna
þrengsla, og bóklega námið er engu síður sniðið við
þeirra hæfi en piltanna. Um það efni má nokkuð af því
ráða, hversu vel stúlkurnar hafa notið sín í skólanum,
og þó sérstaklega í eldri deildinni. En það gerir þörfina
svo brýna í þessu máli, að búnaðarnám sveitakvenna
hefur mjög verið vanrækt að þessu. í fyrra vetur var
reynt að hafa matreiðslukenslu í sambandi við mötu-
neyti skólans, en það reyndist eigi svo vel, að rétt þætti
að halda því áfram. Þá tók Kvenfélag S.-Þingeyinga,
sem í aldarfjórðung hefur barist fyrir því, að fá hús-
mæðraskóla reistan í sveit í Þingeyjarsýslu, málið að
sér. Sótti félagið til síðasta alþingis um styrk, til að
koma upp sjálfstæðri húsmæðradeild við skólann. Bauð
félagið, að leggja fram stofnféð til helminga. Neðri
deild alþingis þótti félagið ganga of langt í styrkbeiðni
sinni, en samþykti þó, að ríkið legði fram % kostnaðar.
En líka það var felt í efri deildinni. Hinsvegar er ó-
9*