Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 126
120
skini samúðar og skilnings, sem list hans á þar að
fagna, breiðir skáldgáfa hans út blöðin. Hann semur
hvert tónverkið af öðru: symfóníur, sónötur og óperu-
musik. Listin verður honum alt, í henni lifir hann og
andar. »Ekkert er jafn dýrðlegt og að komast sem næst
guðdóminum og varpa ljóma hans til annara«, segir
Beethoven. Og hann gerir æ meiri og meiri kröfur til
sjálfs sín. Enga tónhugsun lætur hann frá sér fara, fyr
en hann hefur meitlað hana í málm samhljómanna
þannig, að hvort svaraði til annars efni og búningur.
Hann leit aldrei með velþóknun yfir það, sem komið
var, heldur var hann knúinn fram með svipu þeirrar
löngunar, að fá sagt alt, og það sem sannast og réttast.
Peningahyggju og metorðagirnd leyfði hann aldrei inn
í musteri listar sinnar. Eitt sinn samdi hann symfóníu,
er hann tileinkaði Napóleon liðsforingja, sem hann
tigTiaði sem hetju, er berðist fyrir frelsi og réttlæti.
Þegar tónsmíðin var fullkomin, kom sú fregn, að Napó-
leon hefði látið krýna sig til keisara. Þá varð Beethoven
æfur, reif titilblaðið sundur og tróð það undir fótum og
lét ókvæðisorð dynja yfir svikarann, sem brugðist hafði
frelsishugsjóninni. »Nú verður Napoleon harðstjóri,
sem treður öll mannréttindi undir fótum«, hrópaði
hann. Það eitt mislíkaði honum við Goethe, sem
hann dáði vegna atgerfis andans, hve stimamjúkur
hann var við höfðingjana. Eitt sinn voru þeir á gangi
.tveir saman og mættu keisarafjölskyldunni á förnum
vegi. Goethe vék þá til hliðar og hneygði sig og beygði
1 mestu auðmýkt. En Beethoven krosslagði hendurnar
á brjóstinu og gekk beint áfram með hattinn á höfðinu.
»Þessum háu herrum verður að skiljast, hvað menn
eins og við Goethe metum mest«, sagði hann.
Af fleiri tilsvörum hans má ráða, hversu hann mat
sína eigin krafta. Eitt sinn pantsetti hann hring, er