Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 108
102
öðru, sem tapast hefur. Þegar eg leita til eigin reynslu,
þá fer því alls fjarri, að eg sé viss um, að í skóla hafi
eg mest þroskast, mér er a. m. k. léttara í því sambandi
að minnast æskuheimilis, ungmennafélagsins, sem eg
hef mest í starfað, og einstakra sigra í einkalífi mínu.
Þó efast eg ekkert um gildi skólavistar iminnar fyrir
sjálfan mig. Þrent er það einkum' við skólavist, er mjög
mikið gildi getur haft. 1) Samfeldur tími, þar sem hægt
er að vinna truflunarlítið og með óskiftri orku að eigin
þroska. 2) Auðlegð og hugmyndun og þekking á stað-
reyndum, sem hvorttveggja getur orðið vöruskemma
og vopnabúr. 3) Tækifæri til að búa við marga jafn-
aldra, kynnast þeim og vinna með þeim. — En jafn-
framt því, að þetta alt getur orðið hverjum manni mik-
ils virði, getur það líka alt orðið honum háskalegt. Því
betri tíma sem menn hafa til að afla sér þroska, því
verra er að nota hann illa. Auðlegð að þekkingu og hug-
myndum gerir menn veiklynda og íhyglissama, ef eigi
fylgir slíku starfsemd og einbeitni. Um sambúð við
jafnaldra, þá er það oft, að veikleikar ungs fólks tengja
það saman, og þá tvöfaldast hver veila — þar sem
brestur var til hálfs, brotnar til fulls. Því er ekki að
treysta, að nokkuð, sem mönnum legst í hendur, verði
að gagni, nema að viðleitnin að færa sér það í nyt sé
einlæg og altaf sé verið á verði.
Svo er um hitt atriðið, að gildi skólans hvíli mest á
ykkar herðum. Eg get búist við, að ykkur finnist þið
koma hingað, til að njóta góðs skóla, en eigi til að skapa
hann, og að ykkur beri ekki meira en að standa skil á
ykkar fjármunalegu greiðslum. Eg veit það vel, að okk-
ur kennurunum er það hlutverk ætlað, að gefa skólan-
um gildi, — janfvel alt það gildi, sem hann hefur. En
kröfur um slíkt eru bygðar á misskilningi einum sam-
an. Mér er að vísu fullljóst, að mikið á að hvíla á okkar