Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 35
2g
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar,
höggva mann ok annan.«
Hagnýta þekkingu á verslun og viðskiftum hafa höfð-
ingjárnir að sjálfsögðu fengið, ráku og landsmenn
sjálfir lengi vel verslun sína við önnur lönd, þó að ann-
að léti þeim flestum betur en friðsamleg kaupsýslu-
störf.
»Fé er fjörvi firr«. Sterkasti þátturinn í uppeldinu
verður líkamsuppeldið, það var margþátta og glæsilegt
hjá forfeðrum vorum,.
öryggi einstaklingsins var að mestu undir hans eigin
vopnum komið og allri líkamsatgjörfi. Þjóðfélagið bauð
enga vernd, ættmenn og vinir nokkra. Á þessu byggist
krafan um uppeldi líkamans, að mjög miklu leyti, auk
þess, sem hún er helguð af trúarbrögðunum.
Harka, hreysti og hugrekki voru því mjög rómaðir
mannkostir á þeim tímum.
Það má fullyrða, að fjöldi manna hafi náð langt á
þessu þroskasviði, þó að sögurnar nafngreini aðeins
fáa einstaklinga, sem sköruðu langt fram úr.
Líkamsuppeldi barnanna var að mestu heimilisupp-
eldi, en unglingarnir sóttu þessa ment einnig á manna-
mót, þar sem íþróttir voru háðar, t. d. þingin.
Helstu íþróttir fornmanna eru svo kunnar, að ekki er
þörf að lýsa þeim neitt sérstaklega, en þessar voru
helstar:
Vopnfimi allskonar, hlaup, stökk, sund, glímur og
knattleikir.
Það má segja, að allar þessar íþróttir hafi stefnt að
einu og sama marki, mótun hermannsins, þær mótuðu