Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 28
22
ur er aldrei óskiftur, ekki svo mikið sem í synd sinni.
Hann getur vistað sig hjá tröllum, hugsað til ráðahags
við þau, jafnvel unnið það til að látast vera tröll og láta
binda á sig skott eins og tröllin hafa. En hann lætur
ekki spretta í augað á sér, því að þá sér hann alt eins
og tröll, og á ekki afturkvæmt í mannheim. Hann getur
í rauninni hvorki verið þursi né maður — getur hvorki
verið sjálfum sér nógur né sjálfum sér trúr. Aðeins
eina andrá var hann sannur Pétur Gautur — eins og
Guð hafð hugsað sér hann. Það var, þegar hann leit
með ást inn í augu stúlkunnar sinnar, sem hann síðan
flúði alt sitt líf eins og hann flúði alla ábyrgð lífsins.
Og að lokum kemur hann svo úr flóttanum — heim —
til að deyja. Og þá mætir hann hugsunum, sem hann
átti að hugsa, söngvum sem hann átti að syngja, verk-
um sem hann átti að vinna, og sem krefja hann um þá
skuld, sem, nú er ekki lengur hægt að greiða. Og að lok-
um mætir hann »hnappasteyparanum«, sem krefur
hann um sál hans, til að steypa hana upp í hinn mikla
óskópni, af því að hann hefur aldrei verið sannur. Og
þá flýr hann inn í hreysið, þar sem hann hafði fyrir
löngu flúið frá unnustu sinni, en hún beðið hans, og nú
syngur hún að lokum yfir honum vögguvísu eins og
veiku barni, sem hefur vaknað til þess eins að gráta.
í »Brandi« er lýst andstæðu Péturs Gauts að miklu
leyti. Brandur á eldheitan, sterkan vilja og fórnar öllu
í þeirri trú, að:
Alt að missa er sigra sigur —
Sál ver trú til marksins ysta —
Eitt er sífeld eign: hið mista.
Annað hjóm og brotgjörn vigur.
Og þenna vilja hefur Brandur gefið í þjónustu guðs.
En það er ekki guð lífsins, heldur guð lögmálsins, sem