Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 55
40
læðast í myrkrinu og bíða færis til að særa aðra ban-
vænum sárum. Það er hann, sem lætur menn svíkjast
undan merkjum skyldunnar og sannleikans, þegar mést
reynir á og hætta er á ferðurn.
Við sjáum það af fornsögunum, hvernig forfeðurnir
litu á þá, sem voru huglausir. Þeir hlutu ámæli og lítils-
virðingu allra, voru ekki taldir menn með mönnum.
En þó að trú fornmanna kendi þeim lítt, að finna til
með þeim, sem bágt áttu, þá var það þó ætíð talið
drengilegt að hjálpa þeim, sem hjálpar þurftu og nauð-
staddir voru.
Eitt skínandi dæmi þess er t. d. í sögu Gísla Súrs-
sonar.
Ingjaldur, fátæki bóndinn í Hergilsey, er þar sönn
fyrirmynd göfugrar hreiskilni, sannrar karlmensku og
einlægrar, óskiftrar hjálpar og fórnfýsi, fyrir þann,
sem varð að lifa einn í útlegð og ofsóknum. —
Hér átti að byggja land frelsis og hreysti, — og
þannig var það líka fyrst í stað.-------
Fyrstu böndin, sem knýtt voru milli landnámsmann-
anna, voru þau bönd, sem sameiginleg guðsdýrkun batt.
Hofið var miðstöðin, þar var safnast saman til sam-
eiginlegrar guðsþjónustu, og hofgoðinn varð höfðing-
inn. Þannig mynduðust því mörg smáríki, þar sem vald
og auður var svipað, því að hver sótti til þess hofs, sem
stytst var að fara til. Goðinn var hvorttveggja í senn,
prestur og veraldlegur höfðingi.
Árið 1000 gerist þýðingarmikill atburður. Atburður,
sem veldur gagngerðum breytingum. á öllu lífi þjóðar-
innar og þeim grunni, sem öll stjórn og alt skipulag var
4