Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 34
28
Það er vissulega ekki hægt að segja, að líf þeirra
þjóða, sem tignuðu slíka guði, hafi verið snautt að verð-
mætum og tilgangslaust. Enda sjáum, vér, að þær þjóðir
verða allar hver á sinn hátt menningarþjóðir, sem játa
hugsjónatrúarbrögð (idealtrúarbrögð) fornaldarinnar,
Ásatrú, og gríska og rómverska guðatrú.
Uppeldi á íslandi, fram að kristnitökunni árið 1000,
er í öllum aðalatriðum hið sama og í öðrum germönsk-
um þjóðlöndum, þar sem Ásatrúin ríkti. En þó var á
því sérstakur og einkennandi blær, sem nokkuð aðrir
þjóðarhagir og frábrugðið stjórnarfar hafði myndað.
Blóðböndin voru sterkustu bönd þjóðfélagsins, og til
þess að tryggja þau bönd þurfti blátt áfram harðneskju
uppeldi, en þar kom hinn norræni andi og Ásatrúin að
góðu liði.
Þær tilfinningar sem helst voru aldar upp í börnun-
um, hnigu allar í þá átt að herða skapið, móta víkings-
lundina og þroska líkamann til íþrótta og hernaðar.
Allar þessar tilfinningar komu svo fullorðna mannin-
um að ómetanlegu gagni í eiginhagsmunabaráttunni á
vígvelli þjóðlífsins.
Ef sonurinn átti síðar að geta haldið uppi heiðri ætt-
arinnar og valdi bæði út á við og inn á við, varð hann
að auðgast og framast, og metnaður varð honum að
þróast til þess síður væri hætta á því, að hann léti hlut
sinn fyrir öðrum að óreyndu.
Það mun ekki hvað síst hafa verið hlutverk móður-
innar að glæða metnaðartilfinningu sona sinna. Fræg
er þessi vísa Egils:
»Þat mælti mín móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar
fara á brott með víkingum,