Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 26
íú
ins líkt og prestinum, sem sagt er frá í sögu Sigurðar
Jórsalafara: Þegar konungur hvesti á hann augun,
sýndist honum himinn verða eins og kálfsskinn, hvorki
stærri né fegurri. Alt það, sem hann gerir best, gerir
hann af því, að aðrir gera slíkt hið sama. i æsku er
hann tískubrúða, sem reynir að haga sér eins og hann
sér aðra gera, eða hengilmæna, sem lætur aðra mata
sig, en þegar aldur færist yfir, verður lífið honum
tómt matarstrit. — Grasasnarnir hafa aldrei átt sér
hátíðastundir, eða hafa gleymt þeim að fullu.
Skýjaglóparnir hafa átt sér hátíðastundir og lifa í
þeim — í draumi. En þær hátíðastundir verða þeim að-
eins til þess að gera hversdagslífið ennþá hversdags-
legra — ok þess daglega lífs ennþá þyngra. »Æsku-
mannsins ólánsspor eru stundum rímlaus kvæði«, því
að »heimurinn varð hjáleigan, höfuðbólið draumsins
ríki«. En raunasaga þeirra er ekki eins og þeim finst
sjálfum fólgin í því, að þeir hafa átt hátíðastundir og
drauma, séð auðgi og gildi lífsins, heldur hinu, að þeir
hafa ekki tengt hátíðastundirnar hinu daglega lífi, ekki
lagt fram nógu mikla orku og mannslund, til að láta
draumana rætast. Þessvegna verður draumlurinn þeim
aðeins draumur, og virkileikinn, sem þeir kalla svo,
verður gildislaus, lífið dauði. »Eg litið hef Drottinn í
draumi, eg dó, en eg lifði þó«.
Auðvitað eiga flestar sögur sér formála og inngang,
og þá þessar raunasögur eins og aðrar. Margar kynslóð-
ir íslensku þjóðarinnar hlutu að búa við smærri kjör en
forfeðurnir, sem mörkuðu þjóðinni að miklu leyti lund-
arfar og lífskröfur. Því hefur hún löngumi verið stór-
lyndari en efni stóðu til — stóra drauma er ekki unt að
láta rætast nema að nokkru leyti við smá kjör. Og stór-
lyndustu mönnunum hættir oft til að gefa alt upp, ef
þeir geta ekki fengið alt. En nú er þeim tíma lokið, að