Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 59
53
og sóuðu öllu því, sem lífinu er dýrmætast bæði í fjár-
málum, einkamálum og félagsmálum.
Kærleiks, fegurðar og friðarhugsjón kristninnar var
ekki strax búin að ná tökum á huga landsmanna. Sú
kenning kristnu trúarinnar, að elska óvini sína, var svo
gerólík þessari gömlu arfgengu hefndarskyldu, sem
orðin var heilög í augum fornmanna og reglulegt trú-
aratriði, að það hlaut að líða á löngu, þar til hún ynni
sér land og yrði starfandi kraftur í þjóðlífinu. Og á
meðan svo var komið, að rutt hafði verið burtu gömlum
alþjóðarvenjum, sem verið höfðu mann fram af manni
og ekkert nýtt var komið í staðinn, var ekki að undra,
þótt illa færi. Þá áttu menn engan kjarna í lífi sínu, en
lifðu fyrir líðandi stund, og svo rótlaust, sem hægt var.
Kjarkur og karlmenska þvarr.
Þegar dauðinn reiddi upp sigðina, óttuðust menn
loksins, að þeir hefðu nú ekki breytt alskostar rétt, og
fyrir hræðslu sakir gáfu þeir stundum upp vörnina,
köstuðu vopninu og börðust ekki til þrautar, en réttu
upp hendurnar og báðust prestsfundar.
Prestar og biskupar höfðu vald yfir náðarmeðulum
kirkjunnar, voru einskonar milligöngumenn milli guðs
og manna. Og þegar stundir liðu fram, fengu þeir með
þessu mikið vald yfir lífi og huga þjóðarinnar og beittu
því óspart. Þeir hræddu menn á helvíti og þeim kvölum,
sem þar biðu þeirra, er illa hefðu breytt í lifenda lífi,
og óttinn við helvíti varð svo magnaður, að jafnvel þeir,
sem hugprúðastir voru, bognuðu. óttinn, versti óvinur
mannanna, var m'agnaður af andlegum1 leiðtogum þjóð-
arinnar — klerkastéttinni. í Lilju Eysteins, sem er eitt
okkar fegursta trúarljóð, kemur þessi ótti glögt í ljós
í þessum orðum: »Tvo hiæðumst ek: dóm ok dauða«, og
á öðrum stað: ......»engi er von á öðru en pínu, eilíf
nauð, en kvikr er dauðinn«.