Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 114
108
hinu, hver árangur náms ykkar og starfs hér verður að
lokum. Um það fæst aldrei óyggjandi dómur að vísu, en
í hvert sinn, sem þið reynist sérstaklega vel, berið þið
skólanum okkar og samstarfinu í vetur gott vitni.
Fyrst eg á annað borð er farinn að tala um prófið,
skal það hispurslaust játað, að kenslan hér er ekki við
það miðuð fyrst og fremst að þið skilið glæsilegu prófi
í lok námstímans. Eg tel víst, að þið hefðuð lagt fleiri
viðurkendar staðreyndir á minnið við jafnlangt nám í
ýmsum skólum öðrum og lært betur að raða þeim stað-
reyndum upp fyrir próf. En það, sem á skortir í því
efni, vil eg, að megi vinnast upp með meiri hugsunar-
þroska og manndómi, sem stundum gleymist að leggja
alúð við, þar sem kenslan er formsniðnari. Eg tek þetta
fram vegna þess, að eg vil ekki, að þið glatið allri trú á
skólann okkar, þó að þið eða einhverjir aðrir nemendur
héðan dugi eigi allskostar við fyrstu próf, sem þeir
reyna annarstaðar.
Mér hefur verið það fullljóst, að það er ærið mis-
jafnt, hversu þið hafið lagt ykkur fram við nám ykkar
í vetur. Hver skóli mundi hafa verið stoltur af sumum
ykkar vegna starfsemi ykkar og starfslagni. Það er
þarflaust að nefna hér nöfn ykkar, sem best hafið unn-
ið, enda gæti minn dómur orðið ranglátur, því að svo
nærri liggur, að nefna þá fyrst, sem hafa verið mínir
nemendur einkum. En lengi mUn eg eftir ykkur horfa
með eftirvæntingu. Það yrði mér mikil vonbrigði, ef þið,
sem hér hafið unnið með mestum hug og mfestri gæfu,
verðið ekki gæfusöm í störfum ykkar bæði fyrir sjálfa
ykkur og aðra.
Hins er heldur ekki rétt að dyljast, að sum ykkar hafa
unnið minna í vetur, en eg hafði vænst. En slíka rauna-
sögu hefur hver kennari að segja að einhverju leyti.
Mun nú ekki vel flestum alvarlega hugsandi og starf-