Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 53
47
fjall: Flyttu þig þaðan og hingað! og það mun flytja sig
og ekkert mun verða yður um megn«.
Þetta eru orð meistarans, og hver er sá, er gerist svo
djarfur að véfengja þau?
Mér gefur sýn. — úti á regin hafi er lítið skip, það er
norskur knör. Við stýrið stendur miðaldra maður, hár
og herðibreiður, þrekleg hönd hans heldur þétt um
hjálmunvölin og beinir skipinu braut gegnum öldurn-
ar, sem vagga því þýðlega og andvarpa lágt um leið og
kjölurinn klýfur þær sundur.
Allir drættir í andliti mannsins eru rólegir, fastir og
skýrir. Ljóst hárið liðast um háls og axlir, golan leikur
sér í lokkunum og feykir þeim frá háu, björtu og
hvelfdu enninu, og dökkblá augun tindra undir miklum
loðnum brúnum. Hver vöðvi er strengdur, eftirtekt og
hugsun, skörp og vakandi, því að á öllu þarf að hafa
gát.
Hann er á leið til framandi lands, lands, sem hann
hefur aldrei augum litið. Hann er á leið burt frá ófrelsi
og kúgun, til frelsis og sjálfstæðis.
Fyrirheitna landið býður hans handan við breiða,
myrka, djúpa hafið.
Ekkert sjókort, engan áttavita hefur hann til að
stýra eftir, hann verður eingöngu að stýra eftir gangi
himintunglanna og sinni eigin tilfinningu, »fyrir stafnj
er haf og himininn«.
En hann óttast ekki, hann trúir því, að hann nái
landi, trúir á guði sína og mátt sinn og megin.
Og eftir mikla og harða baráttu sér hann að lokuim
háa, fannhvíta og tígulega jökla rísa úr sæ.
Sólin blessar yfir þá og bláa fjallatinda og vefur
landið ljómandi geislaskrúði.