Jólagjöfin - 24.12.1918, Qupperneq 28

Jólagjöfin - 24.12.1918, Qupperneq 28
22 Jólagjöfin. Tieilbrig'öri skynsemi, jafnvel þótt vér fengjum ekki unniö alveg bug á honum. Óttinn. Eg geri ráö fyrir, aö það sé fleirum en prestum — sem gefst auðvitað manna mest tækifæri til þess að kynnast hugarástandi manna — fyllilega Ijóst, að þeir menn eru helst til margir, sem þjást stöðugt af'ótta og kvíða fyrir dauðanum. Margur maðurinn, sem sýnist kæra sig kollóttan, hvernig sem alt veltist og hefir jafnan gamanyrði á reiðum höndum, þjáist meira og minna af ótta við dauðann. Hann veit, að dauðann hlýtur einhvern tima að bera að garöi, en honum finst aö hann megi ekki til hans hugsa. Þessi ótti er með öllu ónauð- synlegur, og á rót sína að rekja til vanþekkingar, eins og reyndar allur ótti og kvíði, sem þjáir menn. Þeir sem vita hvað dauðinn er í raun og veru, eru aldrei hræddir við hann. Þeim er það ljóst, að maðurinn er nú einu sinni þannig af guði gerður, að hann getur ekki dáið. Hann getur auðvitaö horfiö úr jarðneska líkamanum, lagt hann af sér, eins og slitna flík, en það er nokkuð annað. Nei, þeir kvíða ekki meira fyrir að fara úr líkama sínum en að hafa fataskifti. Menn, sem iifa á tuttugustu öldinni, án þess að afla sér þekkingar á dauðanum, en eru þó sí og æ hræddir við hann, rnega sjálfum sér um kenna, ef þeir láta umhugsunina um það þjá sig, sem aldrei kemur fram við þá. Margir menn kvíða því stöðugt, að þeir verði þá og þegar fyrir eignamissi og komist á vonarvöl. Þúsundir manna, sem hafa ekki nema til hnífs og skeiðar, sem kallað er, bera sí og æ meiri eða minni kvíðboga fyrir því að eitthvert óhapp beri að höndum, t. d. sjúkdómur, og þá hljóti þeir aö lenda i mestu eymd og volæði. Og vér skulum nú gera ráð fyrir, að slik hætta sé meira en hræðsla og ímyndun, en það eitt er vist, að hún minkar ekki rnlikið við það, að vér hugsum sí og æ um hana, og látum hana þjá og lama oss löngu áður en hana ber að höndum. Þá er betra að láta hverjum degi nægja sín þjáning. Menn ættu helst að reyna að gera sér grein fyrir tilgangi hinnar miklu framþróunar, sem þeir tilheyra. Ef þeir fengju komið auga á hann, rnundi þeim þegar skiljast, að enginn at-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jólagjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.