Jólagjöfin - 24.12.1918, Page 38

Jólagjöfin - 24.12.1918, Page 38
32 Jólagjöfin. viö g'imsteinaskraut kvennanna. SamræSur voru fjörugar. Þaö var skeggrætt um alt milli himins og jaröar, og ráöiö fram úr hverju vandamáli á svipstundu. Þar voru rnenn ekki lengi aö átta sig á hlutunum. Allir vissu upp á hár hvaö þurfti aö gera til aö korna umbótunum á og kippa öllu í lag í heimin- um, svo að hinar lægri stéttir ættu framvegis við betri kjör aö búa. Því jafnvel þótt allir þeir, sem þarna voru saman komnir hefðu auðvitað nóg af öllu, — eða svona hér um bil, — bætti ungur liösforingi viö í huga sér, er honurn datt í hug, að hann átt að greiða skuld aö átta döguin liönum, en vissi ekki hvar hann átti að fá lán til þess. — Jú, þótt þeir heföu vissulega nóg fyrir sig og sína, þá varö þvi þó ekki neitað, aö það v a r allmikil neyð meö lægri stéttum. En konurnar gripu fram í: — Viö viljum ekki heyra neitt um neyö. Viö viljum dansa og vera glaðar og kátar. Verner lögmaöur horföi meö fagnaðarblandinni ánægju á konuna sina, „blómið viökvæma", sem hann kallaöi hana. Hún var friðust og yndislegust af öllum þeiin heföarkonum, sem þar voru saman komnar. En skelfing var hún nú veiklu- leg að sjá. Hann mintist þá þeirra oröa, sem tengdamóðir hans haföi sagt viö hann aö skilnaði. — Vertu nærgætinn viö hana Ellen — haföi hún sagt. — Hún er svo viðkvæm, helir aldrei orðið fyrir verulegu mótlæti, og tekur sér því alt svo nærri. Og þaö leit helst út fyrir að hún skemti sér ekki vel. Hún var annars vön aö ljóma af fögnuði. Ef til vill var hún þreytt. Verner gekk til hennar, undir eins og hann kom því við, og spuröi hana ástúðlega hvort hún væri þreytt eða hvort henni gremdist enn þá aö hún gat ekki fengið ólukkans kápuna. Hún vissi það ekki sjálf. En hún var einhvernveginn eins utan viö sig, að hún hafði ekki ánægju af neinu og vildi helst komast sem fyrst heim. Hún var óróleg, en hún vissi ekki af hverju. Verner gerði þegar boð eftir bifreiðinni. Hann tók svo

x

Jólagjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.