Jólagjöfin - 24.12.1918, Side 41

Jólagjöfin - 24.12.1918, Side 41
Jólagjöfin. 35 í sjúkrahúsið. Páll litli hafði sagt, að hann vildi miklu heldur vera einn heima, ef mömmu hans gæti liðið betur og batnað í sjúkrahúsinu. Og hann hafði ráðgert, að koma á hverjum degi til hennar. Og hann var svo sem ekkert hræddur við að vera einn á nóttunni, enda var hann orðinn svo stór. — Eg er kominn á ellefta ár, — hafði hann sagt all-drýgindalega. Hann varð fullra tíu vetra i vor. Einn dag hafði hann farið eitthvað í burtu, án þess hún vissi. Og þegar hann kom heim hafði hann sagt: — Mamma mín, eg hefi nú fengið atvinnu. Eg hefi nú ráðið mig sem sendisvein í viðskiftahúsið. Eg fæ tvær krónur um vikuna og margar krónur í ómakslaun, segja hinir drengirnir, sem eru þar. Og hún mundi, að hún gat varla tára bundist. En hann var svo feginn því að hafa fengið þessa atvinnu, að hún hafði ekki brjóst í sér til að láta hann verða varan við sorg sína og kvíða. Hún hafði þá að eins lotiö ofan að honum, kyst hann og sagi: — En þú ert svo lítill, elsku drengurinn minn. — Já, sagði hann, — þeir sögðu það nú reyndar líka þarna í viðskiftahúsinu, en eg sagði þeim að eg væri fullra tíu vetra. Tíu vetra. Lögin, sem eiga að vernda börnin, ákveða, að ekki megi ráða nokkurn til fastrar vinnu, fyr en það hefir náð þessum háa aldri. En spyrja þessi nærgætnu lög hve efni- leg og heilsugóð börnin eru? Eða hvaða viðurværi þau hafa, að þau geti verið fær um hvaða vinnu sem er? Og er nokkurt eftirlit með því, að börnin séu ekki látin vinna meira en þau eru fær um á heimilunum, áður en þau eru fullra tíu vetra, er þau eru látin rogast með yngri systkini sn, bera inn eldivið, sækja vatn og sitthvað fleira. Og móðir litla Páls mintist þeirra stunda, er hún hafði beðið hans með óþreyju, síðan hann varð nógu gamall til að stunda þessa atvinnu. Henni hafði leiðst að verða að sjá af honum tímunum saman, er hann fór að fara í skólann, en nú sá hún hann ekki, nema þegar hann skrapp heim til að fá sér eitthvað að borða. Hann þurfti altaf að vera til, ef á hann var kallað. Nú hafði hann horast svo mikið upp á síð- 3*

x

Jólagjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.