Jólagjöfin - 24.12.1918, Síða 42
36
Jólagj'ófin.
kastið. Og hún hafði heyrt hann hósta ööru hvoru. Hún vonaði
að hann fengi nú ekki þennan afleita hósta, sem hún hafði
haft síðastliðin tvö ár, og var nú orðinn alveg hræðilegur.
Aumingja litli, duglegi drengurinn hennar, hvers vegna skylai
hann nú ekki koma? —
Hún hrökk upp. Hún hlaut að hafa sofnað. Það var víst
orðið framoröið, eftir olíunni i lampanum að dæma var klukk-
an ugglaust orðin ellefu.
Óttinn hafði alveg gagntekið hana. Hún hugsaði ekki um
annað en að finna barnið sitt. Hún skreið fram úr rúminu,
en varð tvívegis að setjast á rúmstokkinn, rneðan hóstahvið-
urnar voru hvað svæsnastar. Svo neytti hún allrar orku og
gekk hægt fram eftir gólfinu, til þess að ná í fötin sín. Þá
kom enn þá ein hóstahviðan. Hún hneig þá örmagna niður
á gólfið. Volg gusa kom þá fram úr henni og sá hún að það
var blóð. Hún lagðist þá lémagna á gólfið.
Hún reyndi svo að lítilli stundu liðinni að rísa á fætur.
En þá kom aftur blóðgusa fram úr henni. Hún andvarpaði lágt
og sagði:
— Páll, elsku litli drengurinn minn.
Hún hneig svo niður aftur og var örend.
Verner lögmaður var orðinn mjög áhyggjufullur um kon-
una sína. Það v a r auðvitað leiðinlegt, að drengurinn skyldi
verða úti. En hvað um það, þau höfðu þó ekki sálgað hon-
um, og gátu ekki kent sér um það þó svona færi. Þetta voru
ekki annað en öfgar einar hjá henni. Hann hafði fengið
tengdamóður sína til að dvelja hjá þeim, en alt kom fyrir
ekki. Ellen gat ekki hætt að hugsa um þetta sama. Hún sat
stundum tímunum saman og horfði í gaupnir sér. Og ef ein-
hver yrti á hana, var sem hún vaknaði af draumi og svaraði
að eins:
— Aumingja drengurinn.
Það var auðvitað ekki með öllu vonlaust um, að hún mundi
ná sér aftur , — því að svona viðkvæmar konur, — hafði
læknirinn sagt, — eru oft ekki eins og þær eiga að sér að vera,
þegar svona er ástatt. Og svo hafði hún komist í þessa afskap-