Jólagjöfin - 24.12.1920, Blaðsíða 7
Jólagjöfin
>
nema meðvitundin um föSurlega elsku guðs til vor hafi náö
tökum á sálu vorri.
Eins og þaö því er vor æösta gæfa aö vita af því, aö guö
elskar oss, eins er þaö mesta ógæfa fjölda bræöra vorra, að
hafa ekki getaö eignast þá vissu — tileinkað sér hana, sva
aö þeir þyröu aö byggja líf sitt og velferð sína á henni. En
þaö gefur oss liins vegar enga heimil'd til aö kasta steini á
þessa menn og dæma þá, svo sem væri í þessu tilliti illum
v i 1 j a þeirra einum um aö kenna, aö þeir hafa ekki getaö
orðið oss samferöa trúar-leiðina, að þeir standa efasjúkir og
vantrúa gagnvart því, sem oss er gleðiefnið mesta — eða
gagnvart honum, guðsbarninu heilaga í jötunni, sem vér
hneigjum svo sem opinberun miskunnandi kærleika guðs til
vor og trúfesti guðs við oss. Síst af öllu samir, að vér á jól-
unum berum slíkan hug til þeirra bræðra vorra, sem ekki geta
átt með oss samleið, af því að þeir hugsa 'þar öðruvísi og trúa
öðruvísi en vér. Aftur á móti er oss heimilt aö kenna í brjósti
um þá, sem svo er ástatt fyrir, svo ólánsamir sem þeir eru,
er fyrir þeirra hluta sakir standa fyrir utan samfélag guðs-
kærleika, aö þeir hafa aldrei komiö auga á hið mikla ljós
hjálpræðisins í Jesú Kristi, því að enn standa orðin gömlu í
sínu fulla gildi, að
„þaö er nú heimsins þrautar-mein
að þekkja hann ei sem bæri.“
Eða hvað skyldi vera þyngra, en að einblina út í himin-
geiminn óendanlegan og ótakmarkaðan, leitandi aö auga, þar
sem eldur kærleikans brennur inni fyrir, og svo ekki aö koma
auga á neitt slíkt! Eða aö hrópa út í sama óendanlega geim-
inn, ef ske mætti að oss bærist að eyrum svar frá hinni guð-
dómlegu veru, sem hjarta vort þráir svo heitt, og svo að heyra
ekki neitt annað en bergmál sinnar eigin raddar! Það er trúa
míri, að þeir séu fleiri, en vér gerum oss í hugarlund, sem
svo er ástatt fyrir einmitt á vorum dögum, og ekki síður vor
á meðal en annarsstaðar, sem árangurslaust
............ hrópa
gegnum myrkrið svarta, —
líkt sem út úr ofni
æpi stiknað hjarta.“