Jólagjöfin - 24.12.1920, Blaðsíða 97
jólagjöfin
95
Jólaleikir.
Að finna orðið.
Einn af þátttakendunum er látinn fara út úr herberginu, og á me'ðan
koma þeir sem eftir eru sér saman um eitthvert orS, sem hann siÖan
á aÖ finna. FólkiÖ skipar sér í jafn marga flokka og atkvæðin í orðinu
eru mörg, t. d. orðið „Blíðviðrisdagur'1; þá segir einn flokkurinn „blíð‘‘,
annar „viðr“, þriðji „is“, fjórði „dag“ og fimti flokkurinn „ur“.
Þegar menn hafa komið sér saman um þetta orð, er sá kallaður inn,
sem út fór. Segja síðan allir sem fyrir eru: „i — 2 — 3“ og hrópar
siðan hver sitt atkvæði; og á hann siðan að geta fundið hvaða orð er
átt við. En hann getur krafist þess, að það sé endurtekið alt að tíu
sinnum. — Ef hann getur ekki getið rétt, verður hann að afhenda pant..
Handvcrkslcikur.
Þátttakendur velja hver sitt handverk og skipa sér í hring. Einn er
inni í hringttum og gengur milli handverksmannanna og falast eftir
smíðisgripum. Handverksmennirnir mega aldrei nota orðin „já, nei,
svart, hvítt.“ Vandi spyrjandans liggur í því, að fá þá til að segja eitt-
hvert af þessum orðum. Verður sá að afhenda pant, sem út af bregður.
En verði spyrjandanum það á, að falast eftir gripum, sem ekki heyra
til handverki þess, sem spurður er, verður hann að afhenda pant.
Laugaveg 4. Sími B. 983.
Verslunin „Búbót“
hefir ávalt fyrirliggjandi flestallar nauðsynjavörur með
sanngjörnu verði.
Sérstaklega lágt verð á
Vindlum. Vindlingum og Sælgæti.
ÖI og Gosdrykkir altaf til-
Verslunin „Búbót14
Sími B. 983. Laugaveg 4.
L---------------- J