Jólagjöfin - 24.12.1920, Blaðsíða 86
§4
Jólagjöfin
svo vatnið var alt of kalt fyrir sundmennina yfirleitt, hvað þá
fyrir hana, sem kom frá svo heitu landi, að hún hafði aldrei
séð snjó á æfinni. (Sem dæmi um, hve vatnið var kalt, má
geta þess, að einum af mönnunum í vatnsknattleiksflokknum
franska, varð svo kalt, að flokksbræður hans urðu að bera
hann inn í fatageymsluhúsið, á milli hálfleika, og urðu síðan
að leika sex síðari hálfleikinn. Hann misti alveg meðvitund-
ina). En þrátt fyrir alt þetta komst hún í úrslitaflokkinn eða
finalinn, sem svo er kallaður á útlendu máli. Og það má kall-
ast meira en þrekvirki; — það er kraftaverk, og sýnir að
hún er hreint og beint undrabarn í þessari vinsælu og gagn-
legu iþróttagrein. Faðir hennar, Mr. Walrond, var fæddur
Englendingur, en fór svo ungur til New-Zealands, með for-
eldrum sínum, að hann mundi ekkert eftir Englandi. Hann er'
37 ára gamall. Ekki vissi hann mikið um ísland, en þó hvar
það er á hnettinum. Hann sagði, að eg vissi meira um New-
Zealand, en margir Amerikumennirnir, sem hann hafði talað
við, og get eg vel trúað því, eftir minni reynslu. En svo sagði
eg þeim feðginunum nokkuð, um New-Zealand, sem þau höfðu
ekki hugmynd um. Eins og margir kannast við, eru á Nýja-
Sjálandi margir og fagrir goshverir, sem hver og einn nefnist
„Geyser“ (framborið á ensku: Gæser). Sagði eg þeini, að allir
þessir „gæserar" þeirra hétu eftir gamla Geysi okkar heima
á íslandi, og hétu því alls ekki ,,Gæser“, heldur „Geysir".
Eg sagði þeim einnig þýðingu orðsins. Þeim þótti gaman að
fræðast um þetta, og kváðust mundu reyna að bera orðið rétt
fram framvegis. — Þaö eru víst annars ekki mörg íslensk
orð, sem eru eins útbreidd og ríkjandi í erlendum málum, eins
og, orðiö „Geysir“ yfir hugtakið goshver. — Annað merkilegft
við för þeirra feðgina var það, að þau höfðu farið að heiman
um haustið eða í byrjun vetrar, komu til Antwerpen að áliðnu
sumri og fóru aftur með haustinu og komu heim aftur í byrj-
un sumarsins þar; — þau fengu því þrjú sumur í röð, með
engum vetri á milli. Reyndar vildi Mr. Walrond varla nefna
það sumar, sem þau höfðu fengið á norðurhelmingi hnattarins.
Hvað ætli hann hefði viljað kalla sum sumrin okkar? Eg
minnist þess, að eg spurði hann meöal annars um jólin þarna
suður frá, — eins og allir vita, eru þau þar um mitt sumar.
Sagði hann mér, að mikið væri haldið upp á þau, og hátíðis-