Jólagjöfin - 24.12.1920, Blaðsíða 13
Jóiagjöfin
II
-ættir altaf a‘ð gæta fjár, og, þegar þú yrðir stór, mundi þig
sáriðra þess aS hafa ekkert lært í æskunni.“
Svo fanst nú fööur hans, að nóg væri komið af kenjum
hans, og skipaði honum að fara að hátta. CÞegar hann var
kominn í rúmið, vildi hann ekki hugsa um skólann, og kreysti
aftur augun og reyndi til að sofna fljótt, og það tókst hon-
um líka)
*
Hann vaknaði við það, að faðir hans stóð við rúmið og
kallaði á hann og sagði, að hann yrði að flýta sér á fætur,
þar sem hann ætti að verða hjarðsveinn, fyrst hann hefði
.•svo mikla löngun til þess.
Hann var fljótur að klæða sig, og ók svo með föður sín-
um í opnum vagni út úr bænum. Hann mætti nokkrum af
félögum sínum, sem voru að flýta sér í skólann; þeir námu
staðar og horfðu undrandi eftir honum; en hann veifaði hatt-
inum og kallaði hróðugur: „Verið sælir, verið þið sælir ! Eg
kem ekki framar í skóla.“
Þegar þeir voru kornnir spölkorn út á þjóðveginn, stigu þeir
af vagninum og gengu inn á afgirtan haga; þar lágu kind-
urnar, sem hann átti að gæta.
„Og þarna uppi í hvíta húsinu á maðurinn heima, sem kind-
urnar á,“ sagði faðir hans. „Gættu nú kindanna vel! Hjarð-
sveinninn, sem hér var áður, var stundum barinn. — Þér
verður færður maturinn hingað út. Vertu sæll!“
Drengurinn rétti föður sinum höndina mjög ánægður, og
bað hann að bera kveðju heim; og faðir hans ók aftur heim-
leiðis.
Nú var hann þá orðinn hjarðsveinn og alveg laus við skól-
ann, það var reglulega gott. Hann reikaði um hagann og leit-
aði að fuglshreiðrum í limgerðinu, telgdi sér smalaprik og
( fann nokkrar hnetur í limgerðinu og braut þær og fann góða
Tcjarnaj; það var alt saman skemtilegt. Og kindurnar voru
svo skelfing* hræddar við hann, það var mjög gaman.
Þegar liðið var stundarkorn, kom ofan frá húsinu gamall
maður, og hafði hann meðferðis dálitla kollu með mjólkur-
graut, og skeið stóð út úr vasa hans. Hann kinkaði kolli til
drengsins og fékk honum kolluna og skeiðina. Drengurinn
spurði hann, hvort hann vissi, hvað klukkan væri.
e.