Jólagjöfin - 24.12.1920, Qupperneq 22
20
Jólagjöfin
„Og þeir eru tíöir gestir viö borö Drottins," bætti hann viö.
„Hvert sinn er vér eigum aö hefja árás, biöja hermenn-
irnir ætiö um altarisgöngu,“ mælti M. höfuðsmaöur frá Gaga-
rene. „Þaö er fögur sjón“, mælti prestur. „Synir Frakklands
gamlir sem ungir krjúpa.á kné og fá fyrirgefningu synda sinna
(hina kaþólsku ,,syndalausn“). Þá er reist altari í hvers manns
hjarta, og söngurinn hljómar sem stormþytur mitt í sprengi-
kúln'a-hríðinni.“ —
Við höfðum ætlaö okkur inn í hið nafnfræga Douaumont-
virki. En viö komumst ekki þangað. Þjóöverjar létu Digru-
Berthu gjósa hið ákafasta og sendu þann daginn gegn virk-
inu 30 skot úr 42 cm. hlúnkunum. Virkið stóö i einum reykjar-
og moldarmökk allan daginn. En daginn eftir var hlé á skot-
hríðinni, og þá skriöum viö fram yfir vígvöll, sem aldrei hefir
átt sinn líka. Holur og gryfjur eftir sprengikúlur, hvar sem
stigiö var fæti, graf-krossar hingaö og þangaö, símaþræöir
i stórum hrúgum, gaddavir í heilum haugum, ósprungnar kúl-
ur af alls lconar stærð og gerö, sprungnar fallbyssur og ótelj-
andi brotnar byssur og hjálmar.
„Hér var afar stórvaxinn skógur,“ mælti Verdun-kastala-
stjórinn. „Getið þér nú bent á einn einasta trjástúf eða kvist!“
„Þarna lá stórt sveitaþorp. Getið þér bent á, h v a r
þaö lá!“
Douaumont-virkiö liktist mest stórum moldarhaug. Sprengi-
kúlurnar þýsku höfðu grafiö og rótað sundur jörðinni og bylt
um allri hæðinni. Eg litaðist um eftir hermönnum hérna rétt
við þýsku vígstöðvarnar. Eg vissi, að þeir voru hérna þús-
undum saman. En eg sá aö eins fáein gamalmenni, sem unnu
aö vegabótum og geröu viö járnbrautirnar sem lágu fram að
skotgörðum og virkjum. Hermennirnir voru allir niðri í
jörðinni. —
Fáeinir hermenn voru að vinna við sjálft virkið. Nóg var
þar til að lagfæra eftir gærdaginn. Voru það alt rosknir menn
og sannnefndir „poilus“ (skegg-karlar). Þeir voru í góðu
skapi og heilsuðu kastalastjóranum sínum.
„Góðan dagirin, — börnin mín,“ sagði hann.
Þau brostu við lionum í svara skyni — þessi börnin hans.
Það var að eins ein hola eftir, sem skríða mátti niður í virk-
ið. Hinar höföu hrunið saman 0g fylst í skothríðimii. f holu