Jólagjöfin - 24.12.1920, Síða 30
28
J ólagjöfin
„Sonur minn góÖi! þú sefur í
værð,
sér ei né skilur þá hörmungastærð,
sem aS þér ógnar og á dvnja fer;
eilífi guðssonur, hjálpaSu mér,
saklausa barninu aS bjarga.
Sonur minn bliðasti, sofSu nú rótt;
sofa vil eg líka þá skelfingar nótt;
sofðu, eg hjúkra og hlífi þér vel;
hjúkrar þér móSir, svo grimmasta él
má ekki fjörinu farga.“
Fýkur yfir hæÖirog frostkalda leiS
fannburðinn eykur um miÖnætur-
skeið;
snjóskýa bólstrunum blásvörtu frá
beljandi vindur um hauÖur og lá
í dimmunni þunglega þýtur.
Svo, þegar dagur úr dökkvanum rís,
dauö er hún fundin á kolbláum ís;
snjóhvíta fannblæju lagÖi yfir lik
líknandi vetur, en miskunnarrík
sól móti sveininum litur.
Þvi aÖ hann lifir og brosir og býr
bjargandi móður í skjólinu hlýr,
reifaSur klæðnaSi brúðar, sem bjó
barninu værSir, og lágt undir snjó
fölnuö í frostinu sefur.
Neisti guðs liknsemdar ljómandi
skær,
lífinu bestan er unaÖinn fær.
móöurást blíSasta, börnunum háÖ í
blessi þig jafnan og efli þitt ráÖ
GuÖ, sem að ávöxtinn gefur.
Ilalla, framh. frá bls. 25.
Út á hlaðið Halla kom,
horfði bænum frá:
„Fögur eru fjöll i dag,
fellin heið og blá!“
Sundanvinda veður hlý
vekja í huga þrá.
Fögur eru fjöllin há og heiÖblá
— á vorin.
Nú var Halla ekki ung,
elli þyngdi fót.
Enn sem fyrri hugur hló
heiðasölum mót.
Upp viÖ fjöllin mörg og mæt
minning átti rót.
Lundin verður létt og ung í ljósinu
— á vorin.
Þorstcinn Gislasoit.