Jólagjöfin - 24.12.1920, Síða 31
| »sl<i «vly» «J/» «sl/» sL* nL* *\L*
L<• »J,- •vL*
FRA HARÐANGRI.
„Paradís“ og „Heljardalur“.
Eftir Helga Valtýsson.
✓jS. ✓p. ^jvi PJs »T» •'J'* •■'j'* ^js ^ ✓j'. ^js ✓js. " •<j'« *jN. ✓js. Tjs
HaröangurfjörSur í Noregi er talinn einn hinn fegursti lands-
hluti þar í landi. Er hann um 150 km. langry, meö háum fjöll-
um og sæbröttum víöa, er innar dregur. Fagrar sveitir á báöa
bóga. Skrúðgrænar skógarhlíöar, og skínandi jöklar í fjar-
sýn. Ótal fossar, sem hvítar slæður og hrynjandi gull í sól-
glitrinu. Meö ströndum fram blasa viö bæir og fögur tún og
stórir aldingarðar nálega á hverjum bæ. Innri hluti Haröang-
urs er sem sé meö allra bestu aldinræktar-héruðum í Noregi.
Á vorin er aldintrén blómgast, epla-, peru- og plómittré,
kirsiberja- og mórelluberjatré, er sem fannhvít mjallarblæja
blakti í blíöum vindi kringum hvern bæ. Loftið er þrungið
af ilm. Og hvert blóm ber boð um aldin að hausti, ef vel viðr-
ar. — „Þá svífur hinn ljúfasti sumarblær um sædjúpin Harð-
angurs viðu!“ — Og þá er líka undursamlega fagurt í „det
underdeilige Hardanger," svo sem Wergeland kvað.------------
Ein fegursta sveitin var Oddi við botn Suðurfjarðar inst
í Harðangri. Þar var Paradís ferðamanna fyr á árum, inn-
lendra jafnt sem erlendra, og hinn mesti urrnull ferðamanna
naut þar sumarsælunnar á hinum stóru og þægilegu gisti-
húsum. Lágu innlend og útlend ferðamannaskip allajafna þar
á firðinum. — Eg gleymi aldrei fegurð sveitar þessarar einn
hásumardag, er eg leit hana fyrsta sinni.
I Suðurfirði eru einnig nokkrir af öflugustu og fegurstu
fossum í öllum Noregi. Og „gullið“ freistaði! Ensk-norsk auð-
"félög náðu tangarhaldi á 2—3 bestu fossunum. Og svo var
stofnað til stóriðnaðar. Carbid- og C}ranamid-verksmiðjur
í „stórum stíl“. — Syeitin og héraðið hugðist hafa himin
höndum tekið. Nú áttu fossarnir að mala gull. „Sólgullið“ átti
nú að verða að skirum, þungum málmi!