Jólagjöfin - 24.12.1920, Side 33
Jólagjöfin
3i
Síöan eru liðin 10—15 ár. Paradís er horfið. Og nú er
Oddi sann-nefndur H e 1 j a r d a 1 u r, ömurlegasti og óvistleg-
asti staðurinn í öllum Haröangri. Fælast nú ferðamenn sveit-
ina alla og koma þar hvergi nærri. Daunillur, grár verksmiðju-
reykur fyllir fjörö og dal fjalla milli. Grös og blóm eru bleik
og sölnuð á miðju sumri sem sina i mýri. Og fólkið sjálft er
grátt og guggið. Umhverfis verksmiðjurnar hafa sprottið upp
2—3 allstór þorp, en alt er þar grátt og daunilt og svipþungt.
Sjúkt á „sál og líkama“. — Þar sem fyr draup smjör af hverju
strái, drýpur nú sorg af bleikum blómum.
Nú myndi Oddi hrósa happi, ef óska mætti öllu í horfið
„gamla og góða“. Gistihúsin standa nú tóm í visnum görð-
um sínum. Vörubjóðar og landshornamenn eru einu gestirnir.
— í fyrra höfðuðu gistihúsin mál gegn verksmiðjunum fyrir
atvinnuspillir. Eg veit eigi með vissu, liver leikslok urðu, en
sumar verksmiðjurnar a. m. k. voru dæmdar til að stöðva
rekstur sinn um þriggja mánaða skeið á sumrin. — En hvað
stoðar það ? Ormurinn er kominn inn í Paradis, og „synda-
fallið“ er nú sorgleg staðreynd í Odda og víðar í HarðangrL
Tvö kvæði.
Eftir Valgerði Ólafsdóttur.
Gleym mér ei.
Eg sendi þér líti'ö bláleitt blóm
sem bera á þér kveðju mina,
og minna á sætan söngvahljóm,
1 sólskiti og mjúkan fuglaróm
og ást, sem mun aldrei dvína.
Eg veit að það deyr. Svo langa leið
það lifir ei blómið mitt fríða,
þótt brosandi sólin björt og heið
bæði því lifs um vorsins skeið,
sem veitti því veðursins blíða.
En gleym mér ei; bláa blómið mitt
þig bið eg vinur að geyma
og hvíla svo lát á því höfuð þitt„
því hvað mun þér betur fá timann
stytt
en draumar, sem þig mun þá
dreyma ?
Alt þráir þig.
Tíminn er lengi að liða
leynast ei stundirnar hér. —
Blómin og fuglarnir biða
brosandi eftir þér.
Fjólur og fíflarnir smáir
fegin þinn prýddu veg.
Þó er ekkert sem þráir
þig af hjarta sem eg.