Jólagjöfin - 24.12.1920, Side 33

Jólagjöfin - 24.12.1920, Side 33
Jólagjöfin 3i Síöan eru liðin 10—15 ár. Paradís er horfið. Og nú er Oddi sann-nefndur H e 1 j a r d a 1 u r, ömurlegasti og óvistleg- asti staðurinn í öllum Haröangri. Fælast nú ferðamenn sveit- ina alla og koma þar hvergi nærri. Daunillur, grár verksmiðju- reykur fyllir fjörö og dal fjalla milli. Grös og blóm eru bleik og sölnuð á miðju sumri sem sina i mýri. Og fólkið sjálft er grátt og guggið. Umhverfis verksmiðjurnar hafa sprottið upp 2—3 allstór þorp, en alt er þar grátt og daunilt og svipþungt. Sjúkt á „sál og líkama“. — Þar sem fyr draup smjör af hverju strái, drýpur nú sorg af bleikum blómum. Nú myndi Oddi hrósa happi, ef óska mætti öllu í horfið „gamla og góða“. Gistihúsin standa nú tóm í visnum görð- um sínum. Vörubjóðar og landshornamenn eru einu gestirnir. — í fyrra höfðuðu gistihúsin mál gegn verksmiðjunum fyrir atvinnuspillir. Eg veit eigi með vissu, liver leikslok urðu, en sumar verksmiðjurnar a. m. k. voru dæmdar til að stöðva rekstur sinn um þriggja mánaða skeið á sumrin. — En hvað stoðar það ? Ormurinn er kominn inn í Paradis, og „synda- fallið“ er nú sorgleg staðreynd í Odda og víðar í HarðangrL Tvö kvæði. Eftir Valgerði Ólafsdóttur. Gleym mér ei. Eg sendi þér líti'ö bláleitt blóm sem bera á þér kveðju mina, og minna á sætan söngvahljóm, 1 sólskiti og mjúkan fuglaróm og ást, sem mun aldrei dvína. Eg veit að það deyr. Svo langa leið það lifir ei blómið mitt fríða, þótt brosandi sólin björt og heið bæði því lifs um vorsins skeið, sem veitti því veðursins blíða. En gleym mér ei; bláa blómið mitt þig bið eg vinur að geyma og hvíla svo lát á því höfuð þitt„ því hvað mun þér betur fá timann stytt en draumar, sem þig mun þá dreyma ? Alt þráir þig. Tíminn er lengi að liða leynast ei stundirnar hér. — Blómin og fuglarnir biða brosandi eftir þér. Fjólur og fíflarnir smáir fegin þinn prýddu veg. Þó er ekkert sem þráir þig af hjarta sem eg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jólagjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.