Jólagjöfin - 24.12.1920, Page 37
lálagjöfin
35
til vinnu sinnar. í þess stað stakk hún upp á því, að hanit
skyldi nú vera heima og girða víngarðinn þeirra, sem þau
hefðu svo oft verið að ráðgera, og setja rimagirðingu á þak-
brúnina á húsinu, — eða ertu því ekki samþykkur litli karl?
spurði hún drenginn; hvað segirðu um það, augasteinninn
minn? Og dreng-snáðinn hjalaði eitthvað, sem hún kvað þýða
já. Þarna heyrirðu, stóri Daniel, að hann er mömmu sammála.
— En Daniel hafði lofað því statt og stöðugt, að koma til vinn-
unnar; þáð var sem sé verið að gera við turninn í útborginni,
við Sílóams-laugina. — Sjáðu, hve fagurlega sólin skín á
möndlutrén þarna, sagði hún í laðandi málróm; manstu eftir
skemtigöngunni okkar í fyrra, þegar þú fanst fuglinn í snör-
unni og losaðir hann — litla vesalinginn — og hve lengi hann
flaug á eftir okkur og söng fyrir okkur? — Já, slika ferð
skulum við fara aftur næsta tunglkomudag, svaraði Daníel
og tók litla malpokann sinn með byggbrauðunum. — Ætl-
arðu virkilega að fara ? andvarpaði Súsanna og brá fingrunum
i mikla hárið á bónda sínum. — Eg skal gefa þér bendingu
þegar eg er komin'n upp í turninn, mælti hann, um leið og hann
gekk til Daníels litla og lék glatt við hann að skilnaði. — Sús-
anna stóð í fjósdyrunum og reyndi enn að freista hans með
nýmjólk. — Já, þegar eg kem heirn aftur, svaraði hann gaf
hen'ni kveðjumerki og skundaði léttstígur niður sólr .ðinn
veginn.
Daníel! hrópaði hún á eftir honum, með ótta-þrungnum
innileik.
Hann hæg“ði á sér: var ekki þetta alveg eins og þegar hindin
rekur upp neyðaróp vegna yfirvofandi lífshættu. Og eins hafði
angistin ómað í rödd hennar þegar hún var lögst á sæng, og
því hafði hann hugsað sér, að ef það yrði stúlka, skyldi hann
láta hana heita Hind. — Og svo blessaði hann Súsönnu sína í
huganum — og hélt áfram til Sílóam.
Líklega mundi hann efna loforð sitt og gefa henni bendingu
frá gamla turninum. Og ef til vill yrði það síðasta kveðjan frá
honum — áður eri hinn ógurlegi atburður gerðist!
Hvernig það atvikaðist? — Það fékk aldrei neinn að vita,
en hrun-skruðningarnar heyrðust um alt borgar-hverfið, svo
að fólkið þyrptist að þúsundum saman. Þykkur rykmökkur
huldi óhappastaðinn og undir rústunum heyrðust harmakvein