Jólagjöfin - 24.12.1920, Qupperneq 40
38
Jólagjöfin
ekki til hugar aö berja i boröiö. Dómarinn þuldi yfir henni
sitt af hverju, en hún skildi þaö ekki. Nágranni hennar, sem
virtist vera góöur vinur dómarans, var þar einnig, og fékk
hann sér tildæmt bæði hús hennar og víngarð og kúna í of-
análag.
Súsönnu varð þaö fyrir, sem svo mörgum fátækum ekkjum
hefir orðið, bæöi fyrr og síðar: hún gerði sig ósýnilega, —
hvarf af sjónarsviðinu. Heldra fólkið hirti ekki um að rétta
henni hjálparhönd, enda kaus hún helst að komast af án þess.
Og sem allra minst vildi hún láta á því bera, hve bágt hún
átti, enda er það auðgert í stórborgum, einkum útborgunum.
1 úthýsi, sem upphaflega hafði víst verið ætlað skepnum, fékk
hún holað sér niður, — skamt frá Sílóams-lauginni. Og hlut-
skifti hennar varð eins og það gerist fyrir fátækum ekkjum,
sem engrar aðstoðar njóta hjá ættingjum eða vinum.
Frá morgni til kvölds stóð hún niður við laugina — og eins
þótt steikingshiti væri í veðri — og barði þvottinn ósleitilega
með þvottahnallinum sínum, hlustaði á skvaldur hinna þvotta-
kvennanna og var þeim öllum vinveitt. Hún hjálpaði til við
uppskeruna, vann af kappi og horfði hljóð á, er aðrir gerðu
að gamni sínu. Með þessum hætti hafði hún naumlega ofan af
fyrir sér, gekk ár eftir ár í sama kyrtlinum, grænum af elli,
borðaði eins og fugl það litið, sem hún gat keypt lágn verði
eða ef svo bar við, að nágrannarnir viku einhverju að henni.
Stundum átti hún ekkert til að borða, og þá var að sætta sig
við það. Enginn veitti henni athygli, og ])að féll henni best.
Ætti hún brauð, þá miðlaði hún bæði fuglum og hundum af
])vi með sér. Legðist grannkonan á sæng, þá var hún þar
til hjálpar. Ef húsráðendurnir fóru í heimboð, þá gætti hún
barnanna á meðan. Menn nutu greiðvikni hennar dns og
um skyldustörf væri að ræða — naumajst að henni væri
])akkað fyrir, og þess vænti hún ekki heldur.
Það átti vist altsaman svona að vera, fanst henni, ef hún
annars hugsaði nokkuð um það. Hún var sem sé farin að
verða sljó og slitin af þessum erfiðu æfikjörum, — fegurðin
og frumlegu einkennin að hverfa, en yfir að færast hið al-
genga hrukkótta gervi umkomulausra ekkna.
Að eins stöku sinnum vöknúðu hjá henni ljósar minningar
liðinna tima, en það var þegar hún fór út að gröfinni sinni