Jólagjöfin - 24.12.1920, Page 42
40
Jólagjöfin
Eg heyrði hann líka einu sinni tala um turninn í Sílóam,
hélt maöurinn áfram eftir litla þögn — hann var að hugsa
sig um, hvort hann ætti aö segja henni þa'ö, eöa ekki.
Súsanna brá litum. Hvaö sagöi hann? spurði hún í lág-
um róm.
Hann sagöi aö þessir átján menn, sem fórust, hefðu ekki
verið syndugri en aðrir, en ef viö snerumst ekki og iöruö-
umst, þá rnundi okkur ekki farnast hóti betur.*
Sagöi hann þaö — aö þeir heföu ekki veriö syndugri en
aörir? spuröi Súsanna og var henni mikiö niöri fyrir.
Já, þaö sagöi hann, og hann er sá besti maöur, sem eg hefi
nokkurn tíma fyrir hitt. — Eg má aldrei koma í musteriö,
síöan hann læknaði mig, þvi aö prestarnir eru honum óvin-
veittir. En þaö skiftir reyndar minstu; Guö hefir gefið mér
sjónina, svo að nú get eg lesið í lögmálsbókunum heima, þvi
aö faðir minn á nokkrar þeirra, ritaðar á bókfell. Og ekki
geta þeir heldur komiö í musterið okkar Gyöingarnir, sem
eiga heima í Alexandríu og Babýlon.
Súsanna flýtti sér að ljúka dagsverkinu. Hún var ekki í
vafa um þaö, hvert nú skyldi halda. Hún ætlaöi upp í helgi-
dóminn. Þarigað haföi hún aldrei komiö eftir minnisstæða dag-
inn forðum, er þeir báru Daníel heim, því að hún hugði sig
vera í banni. Áður fyr hafði hún oft komið þangað meö hon-
um, og hann lýst fyrir henni skrautlegu byggingurium, því að
þar var hann svo vel heima.
Þaö var um sólarlags-bil, er hún kom þangaö upp eftir.
Hún kannaöist viö þaö alt aftur, stóru grænu trén í forgarð-
inum, þar sem fuglarnir sungu svo hátt, að heyra mátti langar
leiðir, og sumir áttu hreiður fast upp viö altarið og flugu
óragir út og inn, þar sem presturinn þoröi naumast aö koma
nærri. Margt var þar af alskonar fólki — og hún hvarf í
manngrúann, eins og hún var vön, og þótti vænt um að eng-
inn veitti henni eftirtekt.
Því verður ekki meö oröunl lýst, hve glöö hún var. H ú n
mátti koma í helgidóm Guös — og Guö var ekki reiður við
hana!
Henni varð gengið þar fram hjá, er lúður-myndaða musteris-
** L.
13, 4-—5-