Jólagjöfin - 24.12.1920, Page 43
Jólagjöfin
41
fjárhirslan var, þar sem auömenn létu glamra í gjafafé sínu.
Hún átti ekki nema tvo smápeninga, og eiginlega haföi hún
ætlaö þá fyrir ofurlitla kvöld-næringu, en hún lagöi þá í
fjárhirsluna, — ekki svo sem í neinum tilgangi, en hún var
svo þakklát.
-----Þar sat einn, er sá hvað gerðist.
Dagurinn haföi verið honum langur og erfiöur. Stöðugt
haföi hann orðið aö eiga í erjum viö andstæöingana, en æst-
ur múgurinn hlustaði á. Kænlega ofnar orðaflækjur og vafa-
samar spurningar lögðu þeir fyrir hann, sumir í gáska — að
því er virtist, en aðrir í fylstu alvöru, en öllum gaf hann góð
svör og gild, og lagði ótrauður spurningar i móti.
Kom þú nú, Jesús, og hvíl þig, þú hlýtur að vera orðinn
afar-þreyttur. — Það voru lærisveinar hans, er þannig mæltu.
Þeir höföu dregið sig ofurlítið í hlé og vildu fá hann til að
taka sér hvíld. En þá bendir hann þeirn, og að vörmu spori
eru þeir aftur komnir til hans, — ef til vill hefir hann ein-
hverja kenningu að flytja þeim, eða áríðandi fyrirskipun aö
gefa.
— Sjáið hana þarna, fátæklegu konuna, í græna, slitna
kyrtlinum: Hún lagði meira í fjárhirsluna en allir hinir ríku,
því að þeir gáfu af nægtum sínum, en hún gaf af fátækt sinni
— alt sem hún átti.* — Ja, annað var það nú ekki, sem eg
vildi ykkur.
Einkennilegi meistari! Ætla mætti að þú hefðir ekki annað
að hugsa, svo önnum kafinn sem þú hefir verið í dag; og
innan skamms taka þeir þig og leiða til aftökustaðarins — og
þó ert þú enn glaður á svip léttur í lund og kemur strax auga
á hið fagra og góða í þessum litla og einfalda atburði; er fá-
tæk og lítilmótleg kona leggur smá-skerf sinn í gjafabaukinn.
Þannig lauk vinnudegi hans. Eins og sólin kemur stundum
alt í einu fram, eftir langan og hrollkaldan haustdag og skín
um stund skært og fagurt, áður eri hún gengur til viðar, og
varpar rósbjarma á gullroðinn kvöldhimininn, rétt áður en
deginum lýkur, — svo var og hér. Dagurinn hafði verið hon-
um þungbúinn og erfiður; nú brá Guðs-brosi á hugar-himin
hans. •
* L. 21, 1.—4.