Jólagjöfin - 24.12.1920, Blaðsíða 47
Jólagjöfin
45
þó er heldur óvanalegt á dökkhæröum stúlkum. EnniS var hátt
og augun dökk, tindrandi og gáfuleg og lýstu festu og sálar-
þreki. Mér fanst henni svipa mjög aö andlitsfalli til ástar-
gySjunnar Grísku, sem eg haföi séö líkneski af.
Einu sinni meöan stóö á lestrinum leit hún upp og augu
okkar mættust andartak. Svo leit hún niöur fyrir sig og roön-
aði. Þaö var auðséð að hún var feimin. Þegar lesturinn var
búinn, bauð alt fólkið hvert öðru góðar stundir með handa-
bandi eins og siður er í sveitum. Og þegar eg tók í hendina á
Helgu, fann eg að höndin titraði lítið eitt, en ekki leit hún upp.
Á jóladagskvöldið kom okkur saman um að fara i jólaleik,
og ætlaði alt fólkið að taka þátt í honum, jafnvel prestur-
inn líka.
Leikurinn var hinn fjörugasti og hefi eg sjaldan skemt mér
betur. Presturinn var dæmdur til að biðja sér Rúnu eldabusku
og gerði hann það með mesta alvörusvip eins og vera ber við
svona hátíðleg tækifæri. En að horfa á vandræðasvipinn á
Rúnu, þótt þetta væri bara leikur, það ætlaði að gera okkur
vitlausa að hlæja. Ekki man eg hvað eg átti að leysa margar
þrautir, nema eg var dæmdur til að telja stjörnurnar með
Helgu prestsdóttur. Við fórurn út á hlað og kom okkur sam-
an um að hafa stjörnurnar io, því við áttum von á að fólkið,
sem inni var mundi hafa töluna nógu háa. En þegar inn kom
hafði fólkið komið sér saman um að hafa þær ekki nema 5
og áttum við þá að kyssast 5 kossa. Það var ekki laust við
að Helga yrði undirleit og feimin þegar hún heyrði úrslitin.
En það var ekkert undanfæri. Við máttum til með að kyssast,
og satt að segja var mér það ekkert á móti skapi. Eg fékk
líka að heyra það hjá bróöur hennar á eftir, að seinasti koss-
inn hefði verið nokkuð langur, og getur það hafa verið satt,
því að við höfum líklega verið búin að gleyma fólkinu í kring
um okkur.
Þetta var byrjunin að kunningsskap okkar Helgu. Nokkr-
um sinnum töluðumst við við á meðan eg dvaldi á Stað, en þó
var það meira með augunum en vörunum.
Rétt eftir nýárið fórum við aftur til Reykjavíkur. Sumarið
oftir var eg á Stað kaupamaður og um haustið auglýstum við
trúlofun okkar.
En nú skulum við ekki eyða tímanum lengur heldur fara