Jólagjöfin - 24.12.1920, Page 53
Jólagjöfin
5r
um. Hann klifraöi þar næst ofur hægt og1 gtætilega upp á
klettinn, eins og ekkert væri um aö vera. Og þegar hann var
kominn upp á klettinn tók hann apahvolpinn í fang sér, klapp-
aöi honum fyrst eins og til þess aö hughreysta hann og lagöi
svo af staö meö krógann sinn og gekk rétt hjá hundunum.
. En þá rak svo í rogastans á þessu áræöi apans, aö þeir létu
hann fara leiðar sinnar, án þess aö reyna nokkuð til þess aö.
stemma stigu fyrir honum. Og þessi hugdirfska hans vakti
svo mikla virðingu hjá okkur fyrir honum, að okkur datt ekki
í hug að veita honum atför, jafnvel þótt hann væri svo nærri
okkur, aö okkur hefði verið innan handar að skjóta hann“.
Náttúrufræðingurinn frægi, Charles Darwin, sagöi um þenn-
an apa, að hann mundi hiklaust telja sér meiri sæmd í því að
vera kominn út af slíkri hetju, en eiga kyn sitt að rekja til for-
feðra, sem heföu verið skræfur.