Jólagjöfin - 24.12.1920, Blaðsíða 54
Lífið hinumegin
við huluna.
Svo heitir merkilegt rit, sem nú er að koma út i fjórum bókum i
Lundúnum. Það er ritað ósjálfrátt af presti einum í ensku biskupa-
kirkjunni. Hann heitir G. Vale Owen (frb.: Ón) og er sóknarprestur
í Orford, rétt hjá borginni Warrington á Englandi. Þegar eg var í
Lundúnum sumarið 1919, bauð hann mér að koma og heimsækja sig.
Þá eg boðið og dvaldist hjá honum tvo daga. Þótti mér það hin mesta
unun að kynnast honum, því að hann er hinn mesti ágætismaður, fullur
hógværðar, mannúðar og umburðarlyndis. -Hann er injög elskaður af
sóknarbörnum sinum, þótt þau viti öll, að hann hefir um margra ára
skeið tekið einkennilegan þátt í rannsókn dularfullra fyrirbrigða. Hann
var ekki trúgjarn i þeim efnum. Aldarfjórðung var hann að sannfærast
— tíu ár um að andasamband væri raunveruleikur og fimtán ár um
að það væri leyfilegt og mönnum til blessunar.
Nú er enginn ritmiðill eins frægur og hann. Haustið 1913 tók hann
að æfa ósjálfráða skrift, fvrir áskorun handan að. Gerði hann sér að
fastri venju að sitja i skrúðhúsi kirkjunnar i hempu sinni eftir kvöld-
söng, nokkra stund í góðu næði. Brátt tóku samföst skeyti að koma.
Hefir hann nú iðkað skriftina um nokkur ár — langa kafla ársins, en
þó með millibilum, stundum alt að því eina klukkustund á dag. Ritar
hann að jafnaði 24 orð á minútu og hefir þó enga hugmynd um, hvað
verið er að skrifa, fyr en jafnóðum og hann les það úr pennanum.
Það er Northcliffe lávarður, hinn alkunni stjórnmálamaður og blaða-
útgefandi, sem orðið hcfir til þess að gera hina ósjálfráðu skrift prests-
ins kunna almenningi um hinn enskuniælandi heim. Hann hefir látið
eitt af ldöðum sinum (Weekly Dispatch) flytja hin ósjálfráðu skrifin
nú um meira en hálft ár. En jafnframt er farið að gefa þau út í bók-
arformi.
Boðskapurinn er aðallega um lífið hinumegin við hulu þá eða tjald,
sem heimana skilur. Jafn stórkostleg lýsing af því lífi þykir aldrei hafa
fram komið. Fyrsta bókin af fjórum er hingað komin og nefnist hún
„Láglönd himnaríkis" (The Lowlands of Heaven).
Úr henni hefi eg þýtt tvo smákafla, sem hér fara á eftir. Er fyrri