Jólagjöfin - 24.12.1920, Qupperneq 62
Nú fyrir nokkrum árum mátti svo heita, aS allan heiminn
ræki í rogastans, er hann varð sjónarvottur að hinum fádæma
dugnaöi og óbilandi kjarki, er Japanar sýndu í stríðinu vi'S
Rússa. Synir Árljómalandsins báru svo glæsilegan sigur úr
býtum í viðureigninni við jötuninn rússneska, að rnenn vissu
helst ekki hvað þeir áttu að halda um þessa kynjaþjóð, þama
austur frá. Mörgum þótti þetta varla einleikið.
Þetta varð til þess, að hinir svonefndu Nýhyggjendur vest-
an hafs, fóru á stjá til þess að leita uppi þá orkulind, sem
hafði veitt Jöpunum þessa miklu yfirburði yfir óvinina. Og
þeir fundu hana. Þeir segjast nú geta skilið, hvað það var.
sem veitti Jöpunum þennan glæsilega sigur. Það var ekki,
segja þeir, líkamleg hreysti og harðfengi, ekki vígbúnaður
])eirra né herkænska sú, er þeir höfðu lært af Þjóðverjum,
heldur hugsanastefna ein, er Japanar nefna Búshido.
Erí hvað er Búshido? Það er ef til vill ekki auðhlaupið að
því að segja í einu orði, hvað Búshido er. Þó lætur ef til viíl
næst að segja, að Búshido sé eins konar lífernisreglur og þó
jafnframt vísindagrein. Búshido er Jöpunum það, sem yoga-
visindin eru Indverjum. Þó er sá munur á Búshido- og yoga-
vísindum, að Búshido hefir orðið Jöpunum almenningseign, í
stað þess, að þeir menn eru tiltölulega fáir í Indlandi, sem hafa
getað lagt verulega stund á Yoga.
Yoga leiðir menn inn á dulspekisleiðir, eða er i raun og veru
dulspekisiðkanir, jafnframt sem hún er andleg vísindi. En
eins og gefur að skilja, eru ekki allir vel til þess fallnir, að
gefa sig að vísindaiðkunum. Búshido leggur minni áherslu á