Jólagjöfin - 24.12.1920, Blaðsíða 82
8o.
Jólagjöfin
ur; viö sjáum ekki fyrir endann. Beint fram undan okkur,
hægra megin vegarins, sést í fjarska mjög stórt og hátt hús,
svart á lit og gluggalaust. ÞaS er flugstööin. ViS stefnum á
hana. Þar beygir vegurinn til vinstri, utan um bygginguna
og flugvöllinn. Hægra megin viS veginn hverfur skógurinn og
viS sjáum yfir flugvöllinn. Hann er geysistór og rennsléttur.
Hinu megin viS hann sést bygging mikil meS ómáluSu timbur-
porti utan um. ÞaS er Sund-Stadion-in. ViS höldum áfram eftir
veginum, því viS megum ekki ganga yfir flugvöllinn. Vinstra
megin er skógurinn óslitinn, og er nú hærri og þéttari en áSur.
Og þegar viS komum fyrir beygjuna, er aftur kominn skógur
á báSar hendur og viS sjáum ekki nema þaS næsta til hliSar
viS okkur — og svo fram undan okkur, eftir veginum, sem
þarna er alveg beinn. ViS og viS mætum viS hjólandi eSa
gangandi mönnum, en annars er hér mjög fáförult. Rétt eftir
aS viS komum út á beina kaflann, sjáum viS hús hægra megin
vegarins. Ef viS tækjum ekki vel eftir umhverfinu, hefSi okk-
ur vel getaS sést yfir þaS, því þaS er næstum umlukt af hin-
um hávöxnu trjám, sem vaxa í garSinum umhverfis húsiS.
Hann er girtur meS hárri, lokaSri járngirSingu frá veginum.
ÞaS er eitthvaS leyndardómsfult viS þetta hús, sem vekur for-
vitnina. Okkur langar til aS vita hvaSa hús þetta er, og staS-
næmumst, en eftir aS viS höfum skoSaS þaS aS utan eins vel
og hinir umlykjandi bolir og skýlandi lauf trjánna leyfir, verS-
um viS aö fara viS svo búiS. Getum þess þó helst til, aS þaS sé
kirkja eSa einhvers konar helgihús, en getum ekki skiliS hina
afskektu legu þess, ef svo væri. Rétt eftir aS viS erum lagSir
af staS aftur, tökum viS alt i einu eftir því aS viS höfum gengiS
dálitla stund meSfram járngrindum, sem eru vinstra megin
vegarins; skógurinn er girtur frá veginum á löngum kafla.
ViS sjáum viö og viS inn a opin svæSi, milli trjábolanna, og
hús, veitingahús? og blómbeS, og hér og þar fólk, fullorSna
og börn, á gangi. Þetta er sjálfsagt skemtigarSur. Okkur lang-
ar til aS líta þangaS inn, sem snöggvast, en viS höfum ekki
tima til þess. ViS getum gert þaS síSar. Nú megum viS engan
tima missa, því viS ætlum að fara aS sjá úrslitin á ioo stiku
sundinu, — og klukkan er næstum komin. — ÞaS hefir líka
komiö fyrir, aS þeir á Sund-Stadion hafa byrjaö hálftíma áöur
en auglýst var, — sjálfsagt til aS bæta upp seinlætiö á hinni,