Jólagjöfin - 24.12.1920, Síða 87
Jólagjöfin
85
dagarnir mikiö notaöir til útivistar og úti-skemtana, i góöa
veörinu og hitanum. Eg sagöi honum frá okkar jólum, hve
ólik þau væru þeirra, og hann vildi víst ekki skifta á sólskins-
jólunum sínum og kulda- og kertaljósa-jólunum mínum — og
eg ekki heldur. Þaö geta ómögulega veriö nein egta jól.
Annars var það dálítið skritiö, aö eg var samklefa Ástralíu-
manni, milli Harwich og Kaupmannahafnar, sem haföi veriö
samskipa Mr. Walrond og dóttur hans, frá Ástralíu til Eng-
lands. Hafði hann mikið álit á Miss Walrond, sem sundkonu.
Við vorum víst einu mennimir á skipinu, sem könnuöumst
viö feðginin, og þaö var víst einu manneskjurnar, sem báöir
gátu talað með um. Hann haföi ferðast næstum því um öll
lönd heims og var nú á ferö, sem hann sagðist ekki koma heim
úr (til Melbourne), fyr en í febrúar. Haföi hann einu sinni
lifað sex sumur í einu, með engum vetri á milli.
Yngstu keppendumir.
Þaö var mikið tekiö eftir og talaö um yngstu keppendurna
á leikunum núna. Þau keptu bæöi i dýfingum og unnu þar
bæði verðlaun; hún fyrstu verðlaun og hann önnur. Hún var
amerísk og hét Miss A. Riggin. Hann sænskur og hét Skogs-
lund. Bæöi voru 14 ára. Hún þó eldri á árinu, því hann átti
14. afmælisdaginn sinn meðan hann var í Antwerpen. Þau voru
lika bæði þess verð, að þeim væri veitt athygli, þvi þau voru
hvort á sinn hátt einstaklega falleg börn. Hún var lítil og smá-
leit, en ákaflega hvikleg og fjörleg, brúnleit í andliti af útivist
og alt af brosandi eöa hlæjandi. Hún var ljóshærö, og var
hið þykka hár hennar sneitt af um heröarnar, — allar sund-
og dýfinga-stúlkurnar höfðu hárið þannig afsneitt, og fór
flestum vel — og eina stúlkan sem eg hefi séö með hreinblá
augu. Hann var frernur stór eftir aldri, ljóshæröur og svip-
mikill og hinn mannvænlegasti. Þessir yrigstu keppendur leik-
anna sáust oft saman og voru alstaöar í miklu uppáhaldi og
veitt rriikil eftirtekt, því flestir þektu þau. Annars var þaö
mörgum ráðgáta, hvernig þau fóru aö skilja hvort annað, því
hvorugt talaöi annars mál, — en þau töluðu samt. Endurminn-
ingin um þessi sólskinsbörn leikanna mun hjá mörgum geym-
ast sem hin fegursta af þeim mörgu fögru myndum, sem þeir
geyma þaöan.