Jólagjöfin - 24.12.1920, Side 91
Jólagjöfin
89
einu fögru, sem var rétt hjá höllinni. Og þegar hann var orðinn svo
stálpaSur, aS hann gat fariS aS læra, lét konungur fá handa honum
hina bestu kennara rikisins, til þess aS hann yrSi uppfræddur þannig
aS hann yrSi bæSi góSur maSur og vitur.
E11 jafnvel þótt ekki yrSi annaS ságt en aS konungssonur baSaSi í
rósum, var hann jafnan hnugginn. Hvar sem hann var og hvað sem
gert var fyrir hann, var hann dapur í bragði og þráði altaf eitt-
hvað, sem hann hafði ekki þá í svipinn, en þótti svo ekkert til þess
koma, er hann hafði fengiS það.
ÞaS var svo einhverju sinni, að gamall maSur kom til hirðarinnar
og sá konungsson. Hann var þá dapur i bragði sem endranær. Gamii
maðurinn vék sér þá að föður hans og mælti:
— Eg treysti mér vel til þess að gera son ySar hamingjusaman og
fá hann til aS vera jafnan glaðan í bragði og brosandi. Eg hefi sjálfur
fundið hamingjudísina og hún hefir trúað mér fyrir leyndardómi sín-
um. Hver sá maSur, sem þekkir þann leyndardóm og færir sér hann í
nyt, verSur hamingjusamur alla æfi.
Konungur hét að launa honum ríkulega, ef hann vildi trúa syni sín-
um fyrir leyndardómi þessum, og sagðist skyldi skoSa hann sem hinn
mesta velgeröarmann sinn upp frá þessum degi, ef hann fengi unnið
bug á öllu dapurlyndi sonar síns.