Jólagjöfin - 24.12.1920, Page 93
Jólagjöfin
91
Móður-hugleiðingar.
Helga sat við vöggu sonar síns niðursokkin í vökudrauma. Hann var
orðinn allra myndarlegasti drenghnokki — 15 mánaða gamall. — Hún
hafði lokið við að gefa honum kvöldmatinn og var búin að kyssa nokkr-
um sinnum litla mjúka hnakkann hans. og hendurnar með rauðu nögl-
unum.
Hann var sofnaður. Kinnarnar voru rjóðar og varirnar bærðust við
■og við, rétt eins og hann væri enn þá'að drekka.
Hún fann jafnan og hlýjan andardráttinn leggja að hendinni. Lengi
sat hún og virti hann fyrir sér og misti ekki af hinni minstu hreyfingu
hans. Meðan hún sat þannig niðursokkin i hugsanir sínar, — fann
hún gleði hjá sér yfir því, að hann var svona ósjálfbjarga — og að
það voru hendurnar hennar sem áttu að meðhöndla hann og strjúka
honum, og yfir því, að það var hún, sem átti að gæla við hann og
syngja yfir honum vögguljóðin. — Meðvitundin um það, að hún var
honum alt, jók þá gleði hennar að hafa fætt hann i heiminn.
En hvað hún ætlaði sér að elska hann — á skynsamlegan hátt; þannig
að ást hennar mundi aldrei verða honum til þvingunar. — Hann mátti
aldrei hverfa frá henni. Hún ætlaði að vera besti vinurinn hans, sem
-li
<>
Árni Eiríksson.
Tals. 265. Póstli. 277-506.
V efnaðarvörur.
Prjónavörur. Saumavörur.
JÓLAGJAFIR og LEIKFÖNGr.
Stærsta birgðir og mest nrval á öiln landinn.
:s-