Jólagjöfin - 24.12.1920, Page 101
Jólagjöfin
99
ina á víxl. Þannig t. d.: „Allir í stóra hringinn". „Allir í eigin hring.“
„1 hring hsegri sessunauts" o. s. frv.
Alt verður a'Ö gerast mjög fljótt, og sá sem setur fingurinn í annan
hring en fyrirskipað er eÖa verður of seinn, verður að afhenda pant.
Karagara.
(Indverskt æfintýri).
Það var einu sinni fátækur prestur. Hann átti heima í Vattamaborg.
Var hann kvæntur og hét kona hans Karagara. Var hún hinn mesti
svarkur og hin versta viðureignar, þegar því var að skifta. Hún var
i rauninni engum góð, en þó var hún engum eins illskiftin og Kölska
gamla, sem hafði um þessar mundir sezt að í skógi einum skamt frá
borginni. Og það fór lika svo að lokum, að honum varð ekki vært í
skóginum fyrir henni og varð að hröklast út á eyðimörk, þar sem ekkt
sást stingandi strá svo langt sem augað eygði.
Þegar Kölski var flúinn úr skóginum, lét Karagara geðvonsku sína
bitna þeim mun meira á bónda sínum, sem hún hafði meiri tima aflöguni
til þess að svala sér á honum.
Og það fór líka svo, að hann gat ekki haldist við heima og flúði
Halldór & Július
Klæðskerar
Laugaveg 21 Sími 925
Úrval af sterkum og góðum
Karlmannafataefnum
Vönduð vinna
Fljót afgreiðsla.