Jólagjöfin - 24.12.1920, Side 103
Jólagjöfin
ior
hana óða og læt engann reka mig frá henni, fyr en þú skipar mér að’
fara út af henni.“
Presturinn þakkaði Kölska fyrir hugulsemina við sig og lagði svo af
stað eftir tilvísun hans. En Kölski fór neðri veginn og var því kominn
til borgarinnar löngu á undan prestinum.------
Konungsdóttirin hafði skyndilega mist vitið og héldu margir, að hún
mundi haldin af illum anda. Lét konungurinn sækja til hennar alla lækna.
borgarinnar. Þeir reyndu margt við hana, en alt einskis.
Þegar presturinn kom til borgarinnar, liafði hann það á orði, við memr,-
að það mætti mikið vera, ef hann gæti ekki læknað konungsdóttur.
Það leið því ekki á löngu áður konunginum barst þetta til eyrna, og
brá hann við og lét sækja prestinn. Og þegar presturinn kom fyrir kon-
ung, var hann þegar spurður hvort það væri satt, sem eftir honum væri
haft, að hann treysti sér til þess að lækna konungsdóttur. Sagðist hann
vera fús til að reyna, enda væri engu i spilt, þótt hann reyndi.
Hann var því leiddur inn í herbergi konungsdóttur. Hann laut að
henni og hvíslaði: „Eg er kominn".
Það var þá eins og við manninn mælt. Rauk Kölski þá þegar í stað
út af konungsdóttur, og við það varð hún heil heilsu.
Konungurinn varð frá sér numinn af fögnuði og bauð presti að ganga
Kaupid PYEALIN hálstau
Þarf ekki að straua, endist alt að 10—12 mánuðum,
brotnar ekki og lítur út eins og léreft. Fæst aðeins á
Laugaveg 3.
Einnig mikið úrval af fataefnum og öllu, sem tilheyrir
karlmannafatnaði.
Andrés Andrésson, Laugaveg 3.
l ------ —
Verzlunin „Vaðnes“
selur alt sem þarf í jólamatinn.
Klapparstíg 2. Talsími 228.