Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1946, Qupperneq 9

Freyr - 01.12.1946, Qupperneq 9
FRE YR 339 verða að ráða bætur þar á. Eina ráðið, sem koma mun að nokkru haldi er jöfnun lífs- kjaranna í ríkari mæli, en nú hefir átt sér stað um skeið. Og þó framar öllu jöfn- un starfsaðstöðunnar. Og til þess að líf fólksins í byggðum landsins geti um þæg- indi og starfsaðstöðu nálgast það að verða sambærilegt við líf þeirra, sem búa við sæmilegan hag í fjölbýlinu, þarf fyrst og fremst þrennt: Hagkvæm samgöngutæki, orku og áhöld. Fyrir mér vakir það, að ekki megi láta staðar numið, fyrr en svo að segja hvert heimili á sitt eigið farartæki, sem geri mönnum fært að fara allra nauðsynlegra erinda, án þess að þurfa að eyða í það óhæfilega löngum tíma. Að raforka verði tiltæk svo að segja hverju býli til allra þeirra verka, sem hana má láta vinna með viðeigandi áhöldum, og loks að stefna að því að bóndinn geti eignast stórvirk vinnu- tæki, hvort heldur er til jarðræktarstarfa, eða heyskapar. Með öðrum orðum: Við þurfum að stefna að því að búa þannig í hendur á bændum, að hvert dagsverk þeirra geti um afköst með aðstoð hag- kvæmra áhalda, orðið fullgilt dagsverk á alþjóðlegan mælikvarða. Þá er um leið fengin sú trygging fyrir sómasamlegri af- komu, sem er undirstaða þess, að byggðin fái haldist, ef ekki brestur á um félags- samtök bænda og skipulagsmál. Raforkan á aftur að verða verkaspari og þæginda- gjafi á heimilunum, svo að sveitaheimilið á í þeim efnum ekki að þurfa að standa að baki borgarheimilinu. Og loks á farar- tækið — bíllinn — að létta aðdráttu og skapa mönnum möguleika til samvista og félagslífs, sem þeir yrðu annars að vera án. Ef ótrauðlega er stefnt í þessa átt á ég erfitt með að trúa því, að byggðin þurfi endilega á komandi árum að vera dæmd til þess að fara stöðugt halloka fyrir borg- inni. Þetta er, ef ég á að segja það alveg hreinskilnislega, einu úrræðin, sem ég sé, til þess að hér megi skapast heilbrigt og farsællegt jafnvægi. — Og það jafnvægi verður að skapa, ef ekki á illa að fara. Það stendur einhvers staðar í heilagri ritningu: Sýn mér trú þína af verkunum. Það hefi ég að vissu leyti reynt að gera með því að taka þá ákvörðun að flytjast austur í Rangárvallasýslu. Hitt er svo ann- að mál, sem of snemmt er um að ræða, hvers ég kann að verða megnugur um lið- veizlu við þessi mál. Ég vildi feginn mega eiga þar einhvern hlut að með öðrum góð- um mönnum, já, þó ekki væri annað en það að leggja minn skerf til þess að við- halda trúnni á byggðina. Reykjavík, 17. nóv. 1946. Sigurður Einarsson. <8*1?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.