Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1946, Page 10

Freyr - 01.12.1946, Page 10
340 FRE YR Wcuutu ? „Bráðum koma blessuð jólin“ birtir skjótt og hækkar sólin. Fagnar allt um byggðu bólin breytist kot í töfrahöll. Fegri blasir framtíð öll. Mildast ætíð mannsins hjarta, muninn klökkna tekur. Það er margt sem minningarnar vekur. Manstu — manstu? Ómar inni. Undarlega skýrist minni, gleymast ekki gömul kynni grafin djúpt í hjartans rót, reynslutímans raunabót. Líkt og sól á heiðum himni hreki myrkurs drunga Jólin hressa bæði aldn’a og unga. Fyrir jólin ört var unnið, ofið, prjónað, kembt og spunnið. Kveðizt á við kertið brunnið, kveikt á ný og saumað fat. Sérhver gerði sem hann gat. Allt var fágað, þvegið, þrifað, þá var kátt og gaman. Litlu börnin léku róleg saman. Mamma þurfti brauð að baka börnin máttu ei af því taka. Góð var lyktin ginnti kaka, gott að tíminn styttast fer, mamma þetta á borðið ber. Desember var lengi að líða loksins komu jólin. Gleymdist ekki að gefa nýja kjólinn. Ljósin skæru lýstu bæinn. Létu kerti á tréð um daginn, bjuggu allt sem bezt í haginn börnin, fyrir klukkan sex Jólahelgin við það vex. Græna tréð var gæðum búið geymdi poka smáa rauða, hvíta, gula, græna, bláa. Það var helgi úti og inni englar svif’u i baðstofunni. Birti yfir svip og sinni, sungið var með þýðri raust. Ólga af gleði út þá brauzt. Pabbi las þau orð sem eru alla tíma í gildi. Yfir honum ríkti ró og mildi.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.